„Þetta er allt í vinnslu og fjárfestar bíða eftir okkur“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. september 2014 14:12 Ríkið átti lengi áburðarverksmiðju í Gufunesi. Hún framleiddi 60.000 tonn fyrir innanlandsmarkað. Vísir / Pjetur Hópur áhugamanna sem talað er um í þingsályktunartillögu Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, og nokkurra flokkssystkina hans er fyrirtækið Fertil ehf. Í þingsályktunartillögunni er vísað til þess að hópur áhugamanna hafi ráðist í frumáætlun um byggingu verksmiðju sem framleiða mundi 700 þúsund tonn af áburði og 700 þúsund tonn af kalsíumklóríði.Þriggja manna hópurAð félaginu standa þrír menn sem skipta með sér samtals 87 prósenta eignarhlut í félaginu, samkvæmt síðasta birta ársreikningi þess. Það eru bræðurnir Jón og Einar Hjartarsynir auk Eggerts Guðmundssonar byggingafræðings. Ekki er tilgreint í síðasta birta ársreikningi hver fer með eignarhald á því hlutafé sem eftir stendur en aðeins innlendir aðilar eru tilgreindir. Jón segir í samtali við Vísi að fjárfestar séu tilbúnir og bíði eftir að gengið sé frá lausum endum. „Við erum að ganga frá öllum samningum við byrgja, söluaðila og þess háttar. Þetta er allt í vinnslu og fjárfestar bíða eftir okkur,“ segir hann.Fjárfestingarþörfin hefur fjórfaldastÁrið 2009 áttu að verða til 150 bein störf, þar af 50 til 60 fyrir fólk með hátt menntunarstig en afleidd störf þrisvar til fjórum sinnum fleiri. Í dag er talað um að 150-200 störf verði til auk ótilgreinds fjölda afleiddra starfa. Jón segir töluna í tillögu Þorsteins ekki alveg rétta, kostnaðurinn sé aðeins lægri. Morgunblaðið sagði frá áætlunum fyrirtækisins 2009 en þá hermdu heimildir blaðsins að fjárfestingin yrði ekki undir 30 milljörðum og raforkuþörfin 350 MW. Það er talsvert minna en þeir 120 milljarðar sem talað er um í þingsályktunartillögu Framsóknarflokksins. Þorsteinn hafði sjálfur samband við forsvarsmenn Fertils.Vísir / Daníel Þorsteinn átti frumkvæðiðHugmyndin var kynnt fyrir öllum þingmönnum suðurkjördæmis og fleiri aðilum. Jón og Eggert segja í kjölfarið hafi Þorsteinn haft samband og lagt til að hann myndi taka málið upp á þingi. „Þorsteinn hafði samband við okkur og spurðist fyrir um hvað við værum að gera. Hann sagði: „Mig langar að leggja þetta fram“. Þetta var samþykkt einróma af Framsóknarflokknum á sínum tíma,“ segir Jón.Hafa ekki heyrt í Fertil í árVísir greindi frá því í morgun að lítil spenna væri í sveitarfélögunum tveimur sem koma til greina að hýsa verksmiðjuna. Framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar segir að síðustu samskipti sem sveitarfélagið hafi átt við forsvarsmenn Fertil hafi verið á síðasta ári. Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð á milli sveitarfélagsins og Fertil um að útvega lóð fyrir verksmiðjuna. Samkvæmt bæði Jóni og Eggerti hefur einnig verið skrifað undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um lóðir. Alþingi Tengdar fréttir Sveitarfélögin ekki spennt fyrir áburðarverksmiðjunni Hugmyndir um áburðarverksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn vekja litla hrifningu heimamanna 17. september 2014 09:46 Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54 Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Hópur áhugamanna sem talað er um í þingsályktunartillögu Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, og nokkurra flokkssystkina hans er fyrirtækið Fertil ehf. Í þingsályktunartillögunni er vísað til þess að hópur áhugamanna hafi ráðist í frumáætlun um byggingu verksmiðju sem framleiða mundi 700 þúsund tonn af áburði og 700 þúsund tonn af kalsíumklóríði.Þriggja manna hópurAð félaginu standa þrír menn sem skipta með sér samtals 87 prósenta eignarhlut í félaginu, samkvæmt síðasta birta ársreikningi þess. Það eru bræðurnir Jón og Einar Hjartarsynir auk Eggerts Guðmundssonar byggingafræðings. Ekki er tilgreint í síðasta birta ársreikningi hver fer með eignarhald á því hlutafé sem eftir stendur en aðeins innlendir aðilar eru tilgreindir. Jón segir í samtali við Vísi að fjárfestar séu tilbúnir og bíði eftir að gengið sé frá lausum endum. „Við erum að ganga frá öllum samningum við byrgja, söluaðila og þess háttar. Þetta er allt í vinnslu og fjárfestar bíða eftir okkur,“ segir hann.Fjárfestingarþörfin hefur fjórfaldastÁrið 2009 áttu að verða til 150 bein störf, þar af 50 til 60 fyrir fólk með hátt menntunarstig en afleidd störf þrisvar til fjórum sinnum fleiri. Í dag er talað um að 150-200 störf verði til auk ótilgreinds fjölda afleiddra starfa. Jón segir töluna í tillögu Þorsteins ekki alveg rétta, kostnaðurinn sé aðeins lægri. Morgunblaðið sagði frá áætlunum fyrirtækisins 2009 en þá hermdu heimildir blaðsins að fjárfestingin yrði ekki undir 30 milljörðum og raforkuþörfin 350 MW. Það er talsvert minna en þeir 120 milljarðar sem talað er um í þingsályktunartillögu Framsóknarflokksins. Þorsteinn hafði sjálfur samband við forsvarsmenn Fertils.Vísir / Daníel Þorsteinn átti frumkvæðiðHugmyndin var kynnt fyrir öllum þingmönnum suðurkjördæmis og fleiri aðilum. Jón og Eggert segja í kjölfarið hafi Þorsteinn haft samband og lagt til að hann myndi taka málið upp á þingi. „Þorsteinn hafði samband við okkur og spurðist fyrir um hvað við værum að gera. Hann sagði: „Mig langar að leggja þetta fram“. Þetta var samþykkt einróma af Framsóknarflokknum á sínum tíma,“ segir Jón.Hafa ekki heyrt í Fertil í árVísir greindi frá því í morgun að lítil spenna væri í sveitarfélögunum tveimur sem koma til greina að hýsa verksmiðjuna. Framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar segir að síðustu samskipti sem sveitarfélagið hafi átt við forsvarsmenn Fertil hafi verið á síðasta ári. Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð á milli sveitarfélagsins og Fertil um að útvega lóð fyrir verksmiðjuna. Samkvæmt bæði Jóni og Eggerti hefur einnig verið skrifað undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um lóðir.
Alþingi Tengdar fréttir Sveitarfélögin ekki spennt fyrir áburðarverksmiðjunni Hugmyndir um áburðarverksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn vekja litla hrifningu heimamanna 17. september 2014 09:46 Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54 Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Sveitarfélögin ekki spennt fyrir áburðarverksmiðjunni Hugmyndir um áburðarverksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn vekja litla hrifningu heimamanna 17. september 2014 09:46
Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54
Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05
600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19