Sérstaklega talað um rassskellingar þegar barnalögum var breytt Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. september 2014 16:38 Vísir / Samsett mynd Skýr vilji var á Alþingi til þess að láta barnaverndarlög ná yfir og banna hverskonar ofbeldi gagnvart börnum þegar lögunum var breytt árið 2009. Í nefndaráliti sem félags- og tryggingamálanefnd skilaði með frumvarpinu það ár er meðal annars tekið fram að rassskellingar séu ofbeldi. Umboðsmaður barna gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í dag fyrir að fella niður kæru foreldra barns sem var beitt slíku ofbeldi á leikskólanum 101.Talað sérstaklega um rassskellingar „Nefndin leggur áherslu á að með ofbeldi sé einnig átt við andlegar og líkamlegar refsingar og minnir á að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreint líkamlegar refsingar sem allar þær refsingar þar sem beitt er líkamlegu valdi með það að markmiði að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, sama hversu smávægilegum,“ segir meðal annars í nefndarálitinu um breytingarnar sem gerðar voru á barnaverndarlögunum 2009. „Undir það falli meðal annars að slá barn, þ.m.t. löðrunga, lemja og rassskella, ýmist með hendi eða öðru“.Umboðsmaður gagnrýnir vinnubrögð Í áliti umboðsmanns er ríkissaksóknari og lögregla gagnrýnd fyrir túlkun sína á lögunum. „Í rökstuðningi lögreglustjórans er meðal annars vísað til þess að ekki hafi verið „um að ræða háttsemi sem hafi verið til þess fallin að skaða barnið andlega né líkamlega“,“ segir umboðsmaður í álitinu og bætir við: „Hér virðist lögreglustjórinn því vera vísa til orðalags eldra ákvæðis barnaverndarlaga.“ Barnaverndarlögum var breytt í kjölfar umdeilds dóms Hæstaréttar sem sýknaði mann fyrir að rassskella barn. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þágildandi lög legðu ekki fortakslaust bann við því að foreldri, eða annar maður með samþykki þess, beiti barn líkamlegum refsingum. Háttsemin væri háð því að slíkt væri til þess fallið að skaða barnið andlega eða líkamlega.Á að ná til alls ofbeldis Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður félags- og tryggingamálanefndar þegar lagabreytingarnar voru samþykktar. Hún segist ekki þekkja til máls barnsins á 101 leikskóla umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum en segir lögin hafa átt að ná til alls ofbeldis. „Ég hef ekki lesið þennan úrskurð og veit ekki hvaða rök eru færð fyrir þessu. Ég hef ekki haft tök á að kynna mér málið en það segir sig sjálft að barnaverndarlög eru sett börnum til varnar,“ segir hún aðspurð um hvort það hafi verið vilji löggjöfans að ná til alls ofbeldis. Alþingi Tengdar fréttir Umboðsmaður barna: Hafið yfir skynsamlegan vafa að ómálga barn var beitt ofbeldi Gagnrýnir harðlega ákvörðun lögreglu og ríkissaksóknara að láta kæru foreldra barns á 101 leikskóla falla niður 19. september 2014 13:33 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Skýr vilji var á Alþingi til þess að láta barnaverndarlög ná yfir og banna hverskonar ofbeldi gagnvart börnum þegar lögunum var breytt árið 2009. Í nefndaráliti sem félags- og tryggingamálanefnd skilaði með frumvarpinu það ár er meðal annars tekið fram að rassskellingar séu ofbeldi. Umboðsmaður barna gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í dag fyrir að fella niður kæru foreldra barns sem var beitt slíku ofbeldi á leikskólanum 101.Talað sérstaklega um rassskellingar „Nefndin leggur áherslu á að með ofbeldi sé einnig átt við andlegar og líkamlegar refsingar og minnir á að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreint líkamlegar refsingar sem allar þær refsingar þar sem beitt er líkamlegu valdi með það að markmiði að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, sama hversu smávægilegum,“ segir meðal annars í nefndarálitinu um breytingarnar sem gerðar voru á barnaverndarlögunum 2009. „Undir það falli meðal annars að slá barn, þ.m.t. löðrunga, lemja og rassskella, ýmist með hendi eða öðru“.Umboðsmaður gagnrýnir vinnubrögð Í áliti umboðsmanns er ríkissaksóknari og lögregla gagnrýnd fyrir túlkun sína á lögunum. „Í rökstuðningi lögreglustjórans er meðal annars vísað til þess að ekki hafi verið „um að ræða háttsemi sem hafi verið til þess fallin að skaða barnið andlega né líkamlega“,“ segir umboðsmaður í álitinu og bætir við: „Hér virðist lögreglustjórinn því vera vísa til orðalags eldra ákvæðis barnaverndarlaga.“ Barnaverndarlögum var breytt í kjölfar umdeilds dóms Hæstaréttar sem sýknaði mann fyrir að rassskella barn. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þágildandi lög legðu ekki fortakslaust bann við því að foreldri, eða annar maður með samþykki þess, beiti barn líkamlegum refsingum. Háttsemin væri háð því að slíkt væri til þess fallið að skaða barnið andlega eða líkamlega.Á að ná til alls ofbeldis Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður félags- og tryggingamálanefndar þegar lagabreytingarnar voru samþykktar. Hún segist ekki þekkja til máls barnsins á 101 leikskóla umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum en segir lögin hafa átt að ná til alls ofbeldis. „Ég hef ekki lesið þennan úrskurð og veit ekki hvaða rök eru færð fyrir þessu. Ég hef ekki haft tök á að kynna mér málið en það segir sig sjálft að barnaverndarlög eru sett börnum til varnar,“ segir hún aðspurð um hvort það hafi verið vilji löggjöfans að ná til alls ofbeldis.
Alþingi Tengdar fréttir Umboðsmaður barna: Hafið yfir skynsamlegan vafa að ómálga barn var beitt ofbeldi Gagnrýnir harðlega ákvörðun lögreglu og ríkissaksóknara að láta kæru foreldra barns á 101 leikskóla falla niður 19. september 2014 13:33 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Umboðsmaður barna: Hafið yfir skynsamlegan vafa að ómálga barn var beitt ofbeldi Gagnrýnir harðlega ákvörðun lögreglu og ríkissaksóknara að láta kæru foreldra barns á 101 leikskóla falla niður 19. september 2014 13:33