Fer fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Íslands í NATO Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2014 09:13 Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hyggst flytja þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, NATO, þegar Alþingi kemur saman í haust. Þetta kom fram í máli hans Í bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef fært rök fyrir því á undanförnum árum að NATO er ekki félagsskapur sem hentar okkur Íslendingum. Það var gerð ákveðin breyting á eðli bandalagsins, liggur mér við að segja, á tíunda áratugnum og upp úr aldamótunum þegar var horfið frá þeirri grunnhugsun sem er í sáttmála NATO að árás á eitt ríki jafngildir árás á önnur ríki og farið yfir í þær áherslur að segja; „Ógn við eitt ríki er ógn við önnur ríki“ og hvaða ríkjum er líklegast að verða ógnað? Það eru þau ríki sem eru árásargjörn,“ segir Ögmundur og nefnir Bretland og Bandaríkin máli sínu til stuðnings. „Íslendingar eiga ekki að stilla sér upp í þessu samhengi,“ bætti hann við og sagði að sér hafi þótt yfirlýsingar núverandi ríkistjórnar í utanríkismálum, til að mynda í málefnum Úkraínu vera mjög varasamar.Brynjar Níelsson, sem einnig var gestur þáttarins, tók ekki í sama streng og kollegi sinn Ögmundur og sagði fjárframlag Íslands til sambandsins, um 700 til 900 milljónir króna á ári, lítill peningur fyrir varnir landsins. „Fyrir varnir landsins? En ef þetta er varasamur félagsskapur og ver okkur ekki heldur skapar okkur hættu?“ spurði Ögmundur þá og bætti við: „Ég held að það eigi að láta reyna á þetta í þinginu. Ég ætla að flytja þingmál um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO og veru okkar í NATO, hversu skynsamlegt það er og hvort það er ekki kominn tími til að reyna að hafa sig upp úr þessu gamla hjólfari tuttugustu aldarinnar“. Hann segir að Íslendingar eigi þó ekki að vera hlutlausir á alþjóðvettvangi. Þeir eigi að mynda sér stefnu á eigin forsendum. Ögmundur segist heldur vilja setja peningana, sem nú renna til NATO, til Sameinuðu þjóðanna í þær margvíslegu hjálparstofnanir og rannsóknir sem þar fara fram. Spjall þeirra Ögmundur og Brynjars má heyra í heild sinni hér að ofan. Alþingi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hyggst flytja þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, NATO, þegar Alþingi kemur saman í haust. Þetta kom fram í máli hans Í bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef fært rök fyrir því á undanförnum árum að NATO er ekki félagsskapur sem hentar okkur Íslendingum. Það var gerð ákveðin breyting á eðli bandalagsins, liggur mér við að segja, á tíunda áratugnum og upp úr aldamótunum þegar var horfið frá þeirri grunnhugsun sem er í sáttmála NATO að árás á eitt ríki jafngildir árás á önnur ríki og farið yfir í þær áherslur að segja; „Ógn við eitt ríki er ógn við önnur ríki“ og hvaða ríkjum er líklegast að verða ógnað? Það eru þau ríki sem eru árásargjörn,“ segir Ögmundur og nefnir Bretland og Bandaríkin máli sínu til stuðnings. „Íslendingar eiga ekki að stilla sér upp í þessu samhengi,“ bætti hann við og sagði að sér hafi þótt yfirlýsingar núverandi ríkistjórnar í utanríkismálum, til að mynda í málefnum Úkraínu vera mjög varasamar.Brynjar Níelsson, sem einnig var gestur þáttarins, tók ekki í sama streng og kollegi sinn Ögmundur og sagði fjárframlag Íslands til sambandsins, um 700 til 900 milljónir króna á ári, lítill peningur fyrir varnir landsins. „Fyrir varnir landsins? En ef þetta er varasamur félagsskapur og ver okkur ekki heldur skapar okkur hættu?“ spurði Ögmundur þá og bætti við: „Ég held að það eigi að láta reyna á þetta í þinginu. Ég ætla að flytja þingmál um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO og veru okkar í NATO, hversu skynsamlegt það er og hvort það er ekki kominn tími til að reyna að hafa sig upp úr þessu gamla hjólfari tuttugustu aldarinnar“. Hann segir að Íslendingar eigi þó ekki að vera hlutlausir á alþjóðvettvangi. Þeir eigi að mynda sér stefnu á eigin forsendum. Ögmundur segist heldur vilja setja peningana, sem nú renna til NATO, til Sameinuðu þjóðanna í þær margvíslegu hjálparstofnanir og rannsóknir sem þar fara fram. Spjall þeirra Ögmundur og Brynjars má heyra í heild sinni hér að ofan.
Alþingi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira