Flatarmál hraunsins nú rúmir fjórir ferkílómetrar Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2014 21:31 Flatarmál hraunsins er nú rúmir fjórir ferkílómetrar. Vísir/Egill Gossprungan er rúmlega 1,5 km á lengd og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla nærri miðbiki hennar. Þetta segir í tilkynningu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands en TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan. 13:45 og 16:30 í dag.Landhelgisgæslan birti myndband úr fluginu fyrr í kvöld.Helstu niðurstöður vísindamanna eru eftirfarandi: „Gossprunga og hraun • Gossprungan er rúmlega 1,5 km á lengd. Þar af er samfellt gos á um 600-800 löngum kafla nærri miðbiki hennar. Stakur gígur er virkur syðst á gossprungunni en ekki rennur hraun að ráði frá honum nú. Kvikustrókar rísa í nokkurra tuga metra hæð þar sem virknin er mest um miðbikið. • Hraunið nær 3,5 km til ANA frá miðju gossprungunnar. Breidd þess er mest um 1,6 km en mjókkar síðan eftir því sem lengra dregur frá gígunum. Endi hraunsins myndar um 500 m breiða tungu. Samfelld hrauná liggur eftir miðju hrauninu langleiðina að jaðri. Víða er glóð í jörðum hraunsins. Ekki varð séð að vatn úr kvíslum Jökulsár næði neinstaðar að jaðrinum. • Flatarmál hraunsins er nú rúmir 4 km2. Gróflega áætlað eru nú (kl. 16) komnir upp 20-30 millj. rúmmetrar af hrauni. Miðað við stærð hraunsins í gærkvöldi hafa bæst við 5-10 millj. rúmmetrar á 18-19 tímum. Meðalrennsli hraunsins yfir þetta tímabil er því af stærðargráðunni 100 m3/s. • Tvær litlar sigdældir í Dyngjujökli í stefnu gossprungunnar og sigdalsins sunnan hennar virtust óbreyttar frá á föstudag 29. ágúst. • Radarmyndir voru teknar af Bárðarbungu og sigdældum suðaustan hennar. Ekki varð vart við breytingar. Gosmökkur • Mökkur, hvítur að lit, steig upp af gosstöðvunum. Blár litur sást neðst í mekkinum. Mökkinn leggur til austnorðausturs. Hann rís hæst í 15000 feta hæð (4,5 km y.s.) ca. 10 km frá gosstað. Mökkurinn myndar ský með mjög skarpri efri og neðri brún. Neðri brúnin er í 6500 fetum (2,0 km hæð y.s.). Þetta ský nær a.m.k. 60 km til NNA. Suðurjaðar þess liggur yfir Báruvatni, Laugarvalladal og suðsta hluta Lagarins. Skýið er um 10 km breitt 30 km NA gosstöðvanna. Sandrok sem á uppruna á Flæðunum liggur undir mekkinum og skýinu. Ekki var hægt að sjá að nein aska félli úr skýinu enda bendir hvíti liturinn til þess að öskumagn sé hverfandi.“ Í fluginu voru vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskólans, Veðurstofu Íslands, fulltrúi frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Nokkuð skýjað var á svæðinu en þokkalegt skyggni náðist í lágflugi auk þess sem radarmyndir voru teknar í hágflugi. Gossprungan í Holuhrauni var könnuð, útbreiðsla hrauns, og sigdældir í Vatnajökli (suðaustan Bárðarbungu og í Dyngjujökli) kannaðar.Mynd/Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsMynd/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands Icelandic Coast Guard - surveillance flight - The lava eruption on Holuhraun-September 1, 2014 from Landhelgisgaeslan on Vimeo. Bárðarbunga Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Gossprungan er rúmlega 1,5 km á lengd og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla nærri miðbiki hennar. Þetta segir í tilkynningu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands en TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan. 13:45 og 16:30 í dag.Landhelgisgæslan birti myndband úr fluginu fyrr í kvöld.Helstu niðurstöður vísindamanna eru eftirfarandi: „Gossprunga og hraun • Gossprungan er rúmlega 1,5 km á lengd. Þar af er samfellt gos á um 600-800 löngum kafla nærri miðbiki hennar. Stakur gígur er virkur syðst á gossprungunni en ekki rennur hraun að ráði frá honum nú. Kvikustrókar rísa í nokkurra tuga metra hæð þar sem virknin er mest um miðbikið. • Hraunið nær 3,5 km til ANA frá miðju gossprungunnar. Breidd þess er mest um 1,6 km en mjókkar síðan eftir því sem lengra dregur frá gígunum. Endi hraunsins myndar um 500 m breiða tungu. Samfelld hrauná liggur eftir miðju hrauninu langleiðina að jaðri. Víða er glóð í jörðum hraunsins. Ekki varð séð að vatn úr kvíslum Jökulsár næði neinstaðar að jaðrinum. • Flatarmál hraunsins er nú rúmir 4 km2. Gróflega áætlað eru nú (kl. 16) komnir upp 20-30 millj. rúmmetrar af hrauni. Miðað við stærð hraunsins í gærkvöldi hafa bæst við 5-10 millj. rúmmetrar á 18-19 tímum. Meðalrennsli hraunsins yfir þetta tímabil er því af stærðargráðunni 100 m3/s. • Tvær litlar sigdældir í Dyngjujökli í stefnu gossprungunnar og sigdalsins sunnan hennar virtust óbreyttar frá á föstudag 29. ágúst. • Radarmyndir voru teknar af Bárðarbungu og sigdældum suðaustan hennar. Ekki varð vart við breytingar. Gosmökkur • Mökkur, hvítur að lit, steig upp af gosstöðvunum. Blár litur sást neðst í mekkinum. Mökkinn leggur til austnorðausturs. Hann rís hæst í 15000 feta hæð (4,5 km y.s.) ca. 10 km frá gosstað. Mökkurinn myndar ský með mjög skarpri efri og neðri brún. Neðri brúnin er í 6500 fetum (2,0 km hæð y.s.). Þetta ský nær a.m.k. 60 km til NNA. Suðurjaðar þess liggur yfir Báruvatni, Laugarvalladal og suðsta hluta Lagarins. Skýið er um 10 km breitt 30 km NA gosstöðvanna. Sandrok sem á uppruna á Flæðunum liggur undir mekkinum og skýinu. Ekki var hægt að sjá að nein aska félli úr skýinu enda bendir hvíti liturinn til þess að öskumagn sé hverfandi.“ Í fluginu voru vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskólans, Veðurstofu Íslands, fulltrúi frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Nokkuð skýjað var á svæðinu en þokkalegt skyggni náðist í lágflugi auk þess sem radarmyndir voru teknar í hágflugi. Gossprungan í Holuhrauni var könnuð, útbreiðsla hrauns, og sigdældir í Vatnajökli (suðaustan Bárðarbungu og í Dyngjujökli) kannaðar.Mynd/Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsMynd/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands Icelandic Coast Guard - surveillance flight - The lava eruption on Holuhraun-September 1, 2014 from Landhelgisgaeslan on Vimeo.
Bárðarbunga Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira