Flatarmál hraunsins nú rúmir fjórir ferkílómetrar Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2014 21:31 Flatarmál hraunsins er nú rúmir fjórir ferkílómetrar. Vísir/Egill Gossprungan er rúmlega 1,5 km á lengd og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla nærri miðbiki hennar. Þetta segir í tilkynningu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands en TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan. 13:45 og 16:30 í dag.Landhelgisgæslan birti myndband úr fluginu fyrr í kvöld.Helstu niðurstöður vísindamanna eru eftirfarandi: „Gossprunga og hraun • Gossprungan er rúmlega 1,5 km á lengd. Þar af er samfellt gos á um 600-800 löngum kafla nærri miðbiki hennar. Stakur gígur er virkur syðst á gossprungunni en ekki rennur hraun að ráði frá honum nú. Kvikustrókar rísa í nokkurra tuga metra hæð þar sem virknin er mest um miðbikið. • Hraunið nær 3,5 km til ANA frá miðju gossprungunnar. Breidd þess er mest um 1,6 km en mjókkar síðan eftir því sem lengra dregur frá gígunum. Endi hraunsins myndar um 500 m breiða tungu. Samfelld hrauná liggur eftir miðju hrauninu langleiðina að jaðri. Víða er glóð í jörðum hraunsins. Ekki varð séð að vatn úr kvíslum Jökulsár næði neinstaðar að jaðrinum. • Flatarmál hraunsins er nú rúmir 4 km2. Gróflega áætlað eru nú (kl. 16) komnir upp 20-30 millj. rúmmetrar af hrauni. Miðað við stærð hraunsins í gærkvöldi hafa bæst við 5-10 millj. rúmmetrar á 18-19 tímum. Meðalrennsli hraunsins yfir þetta tímabil er því af stærðargráðunni 100 m3/s. • Tvær litlar sigdældir í Dyngjujökli í stefnu gossprungunnar og sigdalsins sunnan hennar virtust óbreyttar frá á föstudag 29. ágúst. • Radarmyndir voru teknar af Bárðarbungu og sigdældum suðaustan hennar. Ekki varð vart við breytingar. Gosmökkur • Mökkur, hvítur að lit, steig upp af gosstöðvunum. Blár litur sást neðst í mekkinum. Mökkinn leggur til austnorðausturs. Hann rís hæst í 15000 feta hæð (4,5 km y.s.) ca. 10 km frá gosstað. Mökkurinn myndar ský með mjög skarpri efri og neðri brún. Neðri brúnin er í 6500 fetum (2,0 km hæð y.s.). Þetta ský nær a.m.k. 60 km til NNA. Suðurjaðar þess liggur yfir Báruvatni, Laugarvalladal og suðsta hluta Lagarins. Skýið er um 10 km breitt 30 km NA gosstöðvanna. Sandrok sem á uppruna á Flæðunum liggur undir mekkinum og skýinu. Ekki var hægt að sjá að nein aska félli úr skýinu enda bendir hvíti liturinn til þess að öskumagn sé hverfandi.“ Í fluginu voru vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskólans, Veðurstofu Íslands, fulltrúi frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Nokkuð skýjað var á svæðinu en þokkalegt skyggni náðist í lágflugi auk þess sem radarmyndir voru teknar í hágflugi. Gossprungan í Holuhrauni var könnuð, útbreiðsla hrauns, og sigdældir í Vatnajökli (suðaustan Bárðarbungu og í Dyngjujökli) kannaðar.Mynd/Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsMynd/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands Icelandic Coast Guard - surveillance flight - The lava eruption on Holuhraun-September 1, 2014 from Landhelgisgaeslan on Vimeo. Bárðarbunga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Gossprungan er rúmlega 1,5 km á lengd og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla nærri miðbiki hennar. Þetta segir í tilkynningu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands en TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan. 13:45 og 16:30 í dag.Landhelgisgæslan birti myndband úr fluginu fyrr í kvöld.Helstu niðurstöður vísindamanna eru eftirfarandi: „Gossprunga og hraun • Gossprungan er rúmlega 1,5 km á lengd. Þar af er samfellt gos á um 600-800 löngum kafla nærri miðbiki hennar. Stakur gígur er virkur syðst á gossprungunni en ekki rennur hraun að ráði frá honum nú. Kvikustrókar rísa í nokkurra tuga metra hæð þar sem virknin er mest um miðbikið. • Hraunið nær 3,5 km til ANA frá miðju gossprungunnar. Breidd þess er mest um 1,6 km en mjókkar síðan eftir því sem lengra dregur frá gígunum. Endi hraunsins myndar um 500 m breiða tungu. Samfelld hrauná liggur eftir miðju hrauninu langleiðina að jaðri. Víða er glóð í jörðum hraunsins. Ekki varð séð að vatn úr kvíslum Jökulsár næði neinstaðar að jaðrinum. • Flatarmál hraunsins er nú rúmir 4 km2. Gróflega áætlað eru nú (kl. 16) komnir upp 20-30 millj. rúmmetrar af hrauni. Miðað við stærð hraunsins í gærkvöldi hafa bæst við 5-10 millj. rúmmetrar á 18-19 tímum. Meðalrennsli hraunsins yfir þetta tímabil er því af stærðargráðunni 100 m3/s. • Tvær litlar sigdældir í Dyngjujökli í stefnu gossprungunnar og sigdalsins sunnan hennar virtust óbreyttar frá á föstudag 29. ágúst. • Radarmyndir voru teknar af Bárðarbungu og sigdældum suðaustan hennar. Ekki varð vart við breytingar. Gosmökkur • Mökkur, hvítur að lit, steig upp af gosstöðvunum. Blár litur sást neðst í mekkinum. Mökkinn leggur til austnorðausturs. Hann rís hæst í 15000 feta hæð (4,5 km y.s.) ca. 10 km frá gosstað. Mökkurinn myndar ský með mjög skarpri efri og neðri brún. Neðri brúnin er í 6500 fetum (2,0 km hæð y.s.). Þetta ský nær a.m.k. 60 km til NNA. Suðurjaðar þess liggur yfir Báruvatni, Laugarvalladal og suðsta hluta Lagarins. Skýið er um 10 km breitt 30 km NA gosstöðvanna. Sandrok sem á uppruna á Flæðunum liggur undir mekkinum og skýinu. Ekki var hægt að sjá að nein aska félli úr skýinu enda bendir hvíti liturinn til þess að öskumagn sé hverfandi.“ Í fluginu voru vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskólans, Veðurstofu Íslands, fulltrúi frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Nokkuð skýjað var á svæðinu en þokkalegt skyggni náðist í lágflugi auk þess sem radarmyndir voru teknar í hágflugi. Gossprungan í Holuhrauni var könnuð, útbreiðsla hrauns, og sigdældir í Vatnajökli (suðaustan Bárðarbungu og í Dyngjujökli) kannaðar.Mynd/Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsMynd/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands Icelandic Coast Guard - surveillance flight - The lava eruption on Holuhraun-September 1, 2014 from Landhelgisgaeslan on Vimeo.
Bárðarbunga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira