500 hestafla Alfa Romeo Giulia GTA Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2014 08:45 Alfa Romeo Mito GTA. Þrátt fyrir brösótt gengi Alfa Romeo eru áætlanir eiganda þess, Fiat brattar. Sú nýjasta er sú að Alfa Romeo ætli að kynna kraftaútgáfu Giulia bílsins. Sá bíll á að keppa við BMW M3 og Mercedes Benz C63 AMG, sem allir eru tiltölulega litlir bílar með ógnarafl. Þeirra öflugastur yrði þó þessi Giulia GTA með 500 hestöfl frá 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum. BMW M3 er 425 hestöfl og Mercedes Benz C63 AMG er 451 hestafl. Þessi vél sem sett yrði í Giulia GTA er framleidd hjá Ferrari og má finna í Maserati Ghibli nú. Síðast er Alfa Romeo notaði GTA stafina, sem hafa ávallt staðið á öflugustu bílum Alfa Romeo, var í tilraunabílnum Alfa Romeo Mito GTA sem kynntur var á bílsýningunni í Genf árið 2009. Frægasti bíll Alfa Romeo með þessa stafi er hinsvegar Guilia Sprint GTA sem Alfa Romeo framleiddi á sjöunda áratugnum. Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent
Þrátt fyrir brösótt gengi Alfa Romeo eru áætlanir eiganda þess, Fiat brattar. Sú nýjasta er sú að Alfa Romeo ætli að kynna kraftaútgáfu Giulia bílsins. Sá bíll á að keppa við BMW M3 og Mercedes Benz C63 AMG, sem allir eru tiltölulega litlir bílar með ógnarafl. Þeirra öflugastur yrði þó þessi Giulia GTA með 500 hestöfl frá 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum. BMW M3 er 425 hestöfl og Mercedes Benz C63 AMG er 451 hestafl. Þessi vél sem sett yrði í Giulia GTA er framleidd hjá Ferrari og má finna í Maserati Ghibli nú. Síðast er Alfa Romeo notaði GTA stafina, sem hafa ávallt staðið á öflugustu bílum Alfa Romeo, var í tilraunabílnum Alfa Romeo Mito GTA sem kynntur var á bílsýningunni í Genf árið 2009. Frægasti bíll Alfa Romeo með þessa stafi er hinsvegar Guilia Sprint GTA sem Alfa Romeo framleiddi á sjöunda áratugnum.
Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent