500 hestafla Alfa Romeo Giulia GTA Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2014 08:45 Alfa Romeo Mito GTA. Þrátt fyrir brösótt gengi Alfa Romeo eru áætlanir eiganda þess, Fiat brattar. Sú nýjasta er sú að Alfa Romeo ætli að kynna kraftaútgáfu Giulia bílsins. Sá bíll á að keppa við BMW M3 og Mercedes Benz C63 AMG, sem allir eru tiltölulega litlir bílar með ógnarafl. Þeirra öflugastur yrði þó þessi Giulia GTA með 500 hestöfl frá 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum. BMW M3 er 425 hestöfl og Mercedes Benz C63 AMG er 451 hestafl. Þessi vél sem sett yrði í Giulia GTA er framleidd hjá Ferrari og má finna í Maserati Ghibli nú. Síðast er Alfa Romeo notaði GTA stafina, sem hafa ávallt staðið á öflugustu bílum Alfa Romeo, var í tilraunabílnum Alfa Romeo Mito GTA sem kynntur var á bílsýningunni í Genf árið 2009. Frægasti bíll Alfa Romeo með þessa stafi er hinsvegar Guilia Sprint GTA sem Alfa Romeo framleiddi á sjöunda áratugnum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent
Þrátt fyrir brösótt gengi Alfa Romeo eru áætlanir eiganda þess, Fiat brattar. Sú nýjasta er sú að Alfa Romeo ætli að kynna kraftaútgáfu Giulia bílsins. Sá bíll á að keppa við BMW M3 og Mercedes Benz C63 AMG, sem allir eru tiltölulega litlir bílar með ógnarafl. Þeirra öflugastur yrði þó þessi Giulia GTA með 500 hestöfl frá 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum. BMW M3 er 425 hestöfl og Mercedes Benz C63 AMG er 451 hestafl. Þessi vél sem sett yrði í Giulia GTA er framleidd hjá Ferrari og má finna í Maserati Ghibli nú. Síðast er Alfa Romeo notaði GTA stafina, sem hafa ávallt staðið á öflugustu bílum Alfa Romeo, var í tilraunabílnum Alfa Romeo Mito GTA sem kynntur var á bílsýningunni í Genf árið 2009. Frægasti bíll Alfa Romeo með þessa stafi er hinsvegar Guilia Sprint GTA sem Alfa Romeo framleiddi á sjöunda áratugnum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent