Þrjár milljónir Cruze á 6 árum Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2014 10:15 Svona mun 2015 árgerðin af Cruze líta út. Langsöluhæsti bíll Chevrolet er fólksbíllinn Cruze. Svo vel hefur honum verið tekið um allan heim að sala hans hefur náð þriggja milljón eintaka markinu aðeins 6 árum eftir að framleiðsla hans hófst. Hann er framleiddur í alls 11 löndum og seldur í 118 löndum heims. Sannkallaður heimsbíll hvað þetta varðar. Sala Cruze hefur farið stigvaxandi og síðustu milljón eintök hans hafa selst á aðeins síðustu 16 mánuðum. Kína er stærsti markaður heims fyrir Cruze en alls hafa selst 1,13 milljón eintök hans þar, en 900.000 eintök í heimalandinu Bandaríkjunum. Næsta árgerð bílsins, þ.e. 2015 árgerðin fær andlitslyftingu en ný kynslóð kemur svo af árgerð 2016. Mun bíllinn þá gerbreytast í útlit og verður allur straumlínulagaðri en nú. Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent
Langsöluhæsti bíll Chevrolet er fólksbíllinn Cruze. Svo vel hefur honum verið tekið um allan heim að sala hans hefur náð þriggja milljón eintaka markinu aðeins 6 árum eftir að framleiðsla hans hófst. Hann er framleiddur í alls 11 löndum og seldur í 118 löndum heims. Sannkallaður heimsbíll hvað þetta varðar. Sala Cruze hefur farið stigvaxandi og síðustu milljón eintök hans hafa selst á aðeins síðustu 16 mánuðum. Kína er stærsti markaður heims fyrir Cruze en alls hafa selst 1,13 milljón eintök hans þar, en 900.000 eintök í heimalandinu Bandaríkjunum. Næsta árgerð bílsins, þ.e. 2015 árgerðin fær andlitslyftingu en ný kynslóð kemur svo af árgerð 2016. Mun bíllinn þá gerbreytast í útlit og verður allur straumlínulagaðri en nú.
Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent