Þrjár milljónir Cruze á 6 árum Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2014 10:15 Svona mun 2015 árgerðin af Cruze líta út. Langsöluhæsti bíll Chevrolet er fólksbíllinn Cruze. Svo vel hefur honum verið tekið um allan heim að sala hans hefur náð þriggja milljón eintaka markinu aðeins 6 árum eftir að framleiðsla hans hófst. Hann er framleiddur í alls 11 löndum og seldur í 118 löndum heims. Sannkallaður heimsbíll hvað þetta varðar. Sala Cruze hefur farið stigvaxandi og síðustu milljón eintök hans hafa selst á aðeins síðustu 16 mánuðum. Kína er stærsti markaður heims fyrir Cruze en alls hafa selst 1,13 milljón eintök hans þar, en 900.000 eintök í heimalandinu Bandaríkjunum. Næsta árgerð bílsins, þ.e. 2015 árgerðin fær andlitslyftingu en ný kynslóð kemur svo af árgerð 2016. Mun bíllinn þá gerbreytast í útlit og verður allur straumlínulagaðri en nú. Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent
Langsöluhæsti bíll Chevrolet er fólksbíllinn Cruze. Svo vel hefur honum verið tekið um allan heim að sala hans hefur náð þriggja milljón eintaka markinu aðeins 6 árum eftir að framleiðsla hans hófst. Hann er framleiddur í alls 11 löndum og seldur í 118 löndum heims. Sannkallaður heimsbíll hvað þetta varðar. Sala Cruze hefur farið stigvaxandi og síðustu milljón eintök hans hafa selst á aðeins síðustu 16 mánuðum. Kína er stærsti markaður heims fyrir Cruze en alls hafa selst 1,13 milljón eintök hans þar, en 900.000 eintök í heimalandinu Bandaríkjunum. Næsta árgerð bílsins, þ.e. 2015 árgerðin fær andlitslyftingu en ný kynslóð kemur svo af árgerð 2016. Mun bíllinn þá gerbreytast í útlit og verður allur straumlínulagaðri en nú.
Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent