Hætta á gosi undir jökli minnkar ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2014 12:40 Frá gosstöðvunum í nótt. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hætta á að gos brjóti sér leið suður frá gossprungunni og upp undir Dyngjujökul minnkar ekki í ljósi gagna frá GPS mælingum. Þeirri atburðarás fylgir bráð flóðahætta á flæðum framan við Dyngjujökul. Í ljósi þess verður farið yfir hættumat fyrir vísindamenn sem starfa á svæðinu. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun. Ráðið hefur fundað daglega undanfarnar tvær vikur vegna jarðhræringanna í norðanverðum Vatnajökli og fyrir norðan hann. GPS mælingar sýna að berggangurinn hefur stækkað frá því að gosið hófst sem er talið benda til þess að meiri kvika hafi farið inn í ganginn en komi upp úr honum. Þá hefur hægst á jarðskorpuhreyfingum í kringum bergganginn. Ratsjármyndir sýna allt að eins kílómetra breiðan sigdal sem myndast hefur framan og undir Dyngjujökli. Greina má merki sigs tæpa tvo kílómetra inn undir jökul en þykkt jökulsins dregur úr sýnilegum ummerkjum. Vísindamenn telja að sigið nái líklega enn lengra undir jökulinn. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu mála: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti upp á 4,9 við Bárðarbungu Skjálfti upp á 4,9 stig mældist við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. 3. september 2014 00:01 5,5 stiga skjálfti í nótt Það er einn öflugasti skjálfti sem riðið hefur yfir á svæðinu frá því hrinan hófst. 3. september 2014 08:42 Hálendinu norðan Dyngjufjalla lokað Ástæða lokunarinnar er mögulegt flóð í Jökulsá á Fjöllum komi til goss undir jökli. 3. september 2014 10:18 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira
Hætta á að gos brjóti sér leið suður frá gossprungunni og upp undir Dyngjujökul minnkar ekki í ljósi gagna frá GPS mælingum. Þeirri atburðarás fylgir bráð flóðahætta á flæðum framan við Dyngjujökul. Í ljósi þess verður farið yfir hættumat fyrir vísindamenn sem starfa á svæðinu. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun. Ráðið hefur fundað daglega undanfarnar tvær vikur vegna jarðhræringanna í norðanverðum Vatnajökli og fyrir norðan hann. GPS mælingar sýna að berggangurinn hefur stækkað frá því að gosið hófst sem er talið benda til þess að meiri kvika hafi farið inn í ganginn en komi upp úr honum. Þá hefur hægst á jarðskorpuhreyfingum í kringum bergganginn. Ratsjármyndir sýna allt að eins kílómetra breiðan sigdal sem myndast hefur framan og undir Dyngjujökli. Greina má merki sigs tæpa tvo kílómetra inn undir jökul en þykkt jökulsins dregur úr sýnilegum ummerkjum. Vísindamenn telja að sigið nái líklega enn lengra undir jökulinn. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu mála: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti upp á 4,9 við Bárðarbungu Skjálfti upp á 4,9 stig mældist við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. 3. september 2014 00:01 5,5 stiga skjálfti í nótt Það er einn öflugasti skjálfti sem riðið hefur yfir á svæðinu frá því hrinan hófst. 3. september 2014 08:42 Hálendinu norðan Dyngjufjalla lokað Ástæða lokunarinnar er mögulegt flóð í Jökulsá á Fjöllum komi til goss undir jökli. 3. september 2014 10:18 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira
Skjálfti upp á 4,9 við Bárðarbungu Skjálfti upp á 4,9 stig mældist við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. 3. september 2014 00:01
5,5 stiga skjálfti í nótt Það er einn öflugasti skjálfti sem riðið hefur yfir á svæðinu frá því hrinan hófst. 3. september 2014 08:42
Hálendinu norðan Dyngjufjalla lokað Ástæða lokunarinnar er mögulegt flóð í Jökulsá á Fjöllum komi til goss undir jökli. 3. september 2014 10:18