Innlent

Tíu sóttu um starf þjóðleikhússtjóra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ragnheiður Skúladóttir, Rúnar Guðbrandsson, Marta Nordal, Hilmar Jónsson og Ari Matthíasson eru meðal umsækjenda.
Ragnheiður Skúladóttir, Rúnar Guðbrandsson, Marta Nordal, Hilmar Jónsson og Ari Matthíasson eru meðal umsækjenda. MYND/VÍSIR
Alls sóttu tíu manns um stöðu þjóðleikhússtjóra en listi umsækjenda var opinberaður á heimasíðu mennta- og menningarráðuneytisins í dag. Starfið var auglýst til umsóknar þann 1. júní síðastliðinn.

Umsóknarfrestur um embætti þjóðleikhússtjóra rann út 1. september 2014 en mennta- og menningarmálaráðuneytinu bárust umsóknir frá þremur konum og sjö körlum.

Umsækjendur eru:


Ari Matthíasson,

Halldór Einarsson Laxness,

Hávar Sigurjónsson,

Hilmar Jónsson,

Marta Nordal,

Melkorka Tekla Ólafsdóttir,

Ragnheiður Skúladóttir,

Reynir Freyr Reynisson,

Rúnar Guðbrandsson og

Trausti Ólafsson



Tinna Gunnlaugsdóttir hefur gegnt stöðu leikhússtjóra frá árinu 2004 eða í tíu ár. Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára, frá 1. janúar 2015. 

Grunnlaun leikhússtjóra eru 659.654 krónur. 





Tengdar fréttir

Beðið eftir umsóknum í bréfapósti

Tinna Gunnlaugsdóttir hefur gegnt stöðu leikhússtjóra frá árinu 2004 eða í tíu ár. Skipað er í stöðuna til fimm ára í senn. Grunnlaun leikhússtjóra eru 659.654 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×