Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík.
Eins og Vísir greindi frá á föstudaginn voru þrír aðilar á tveimur bílum stöðvaðir af lögreglu á svæðinu. Hafa þremenningarnir, sem allir eru Íslendingar, verið kærðir fyrir brot sín. Eiga þeir yfir höfði sér háar fjársektir.
Vísindamenn, lögregla og fjölmiðlar eru þeir einu sem hafa fengið takmarkað leyfi almannavarna til þess að vera inni á hættusvæðinu, háð sérstökum skilmálum frá almannavörnum , undanfarna daga.
Lokanir hafa verið í gildi norðan Vatnajökuls frá 18. ágúst vegna þess að hættur geti fylgt eldgosinu. Eins og vatnsflóð, eitraðar gastegundir, hraunrennsli og steinkast. Lögreglan er við eftirlit á svæðinu í samvinnu við Landhelgisgæsluna.
Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar

Tengdar fréttir

Gómaðir innan bannsvæðisins í dag
Almannavarnir ítreka að öll umferð um lokaða svæðið norðan Vatnajökuls við gosstöðvarnar sé bönnuð.