Skjálfti sem nam 5,2 stigum að stærð varð í nótt um eitt leytið við norðanverða Bárðarbungu.
Skjálftavirknin er ennþá að mestu bundin við Bárðarbungu, norður enda gangsins og Herðubreiðartögl. Ekkert virðist hafa dregið úr gosinu í Holuhrauni og um 30 skjálftar mældust á umbrotasvæðinu í nótt. Órói hefur verið stöðugur í nótt, en virðist þó hafa aukist eilítið seinni hluta nætur.
Skjálfti uppá 5,2 stig í nótt
Jakob Bjarnar skrifar
