Illugi hunsar bókaútgefendur Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2014 13:06 Mjög þungt hljóð er í bókaútgefendum, meðan Illugi snýr í þá baki óttast þeir hrun í íslenskri bókaútgáfu. Bókaútgefendur eru uggandi, svo vægt sé til orða tekið, vegna fjárlagafrumvarps sem kynnt verður í dag. Þeir óttast að virðisaukaskattur á bækur verði hækkaður, sem mun að þeirra sögn leiða til hruns í bókaútgáfu.Egill Örn Jóhannsson er formaður félags Íslenskra bókaútgefenda. Hann er ómyrkur í máli, segir útgefendur hafa fyrir því rökstuddan grun að breytingar á virðisaukaskattskerfinu muni leiða til þess að virðisaukaskattur á bækur muni hækka. Egill Örn vísar til orða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins að menningin nyti engrar undanþágu og yrði að bera sína bagga í niðurskurði og fjáröflun ríkissjóðs.Bókaútgefendur uggandi „Já, við teljum okkur hafa rökstuddan grun um að það eigi að hækka virðisaukaskatt á bækur samhliða því sem virðisaukaskattur á matvöru og öðru sem er í lægra þrepinu, verði hækkaður. Og af því höfum við verulegar áhyggjur því áhrif virðisaukaskattshækkunar á bækur geta orðið miklu meiri og verri en sem nemur einhverjum prósentutölum til eða frá,“ segir formaðurinn og það er þungt í honum hljóðið. Egill bendir á að almennt og nánast allstaðar eru bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi, sjö prósent eða með öllu undanþegnar virðisaukaskatti. „Þannig að hér er ríkisstjórnin á einhverri allt annarri vegferð en tíðkast í Evrópu.“ Bókaútgefendur tala um verulegan áróður stjórnarliða fyrir þessari breytingu. „Það sést mjög víða og það er þessi orðræða um einföldun virðisaukaskattskerfis. Sem við furðum okkur mjög á, þegar um er að ræða ekkert annað en hækkun á virðisaukaskatti á bækur og fjölmiðlun.“Menntamálaráðherra virðir bókafólk ekki svarsEgill Örn segir að bókaútgefendur hafi nú lengi og ítrekað farið fram á fund með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, sem ekki hefur virt þá svars. Hann segir þögn úr menntamálaráðuneytinu þrúgandi. „Við höfum síðan í sumar reynt ítrekað að ná eyrum menntamálaráðherra og fundi með honum en engin svör fengið. Og við neitum að trúa því fyrr en í fulla hnefana að þessi ríkisstjórn ætli að ganga milli bols og höfuðs á íslenskri bókaútgáfu með hækkun virðisaukaskatts á bækur," segir Egill Örn. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Bókaútgefendur eru uggandi, svo vægt sé til orða tekið, vegna fjárlagafrumvarps sem kynnt verður í dag. Þeir óttast að virðisaukaskattur á bækur verði hækkaður, sem mun að þeirra sögn leiða til hruns í bókaútgáfu.Egill Örn Jóhannsson er formaður félags Íslenskra bókaútgefenda. Hann er ómyrkur í máli, segir útgefendur hafa fyrir því rökstuddan grun að breytingar á virðisaukaskattskerfinu muni leiða til þess að virðisaukaskattur á bækur muni hækka. Egill Örn vísar til orða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins að menningin nyti engrar undanþágu og yrði að bera sína bagga í niðurskurði og fjáröflun ríkissjóðs.Bókaútgefendur uggandi „Já, við teljum okkur hafa rökstuddan grun um að það eigi að hækka virðisaukaskatt á bækur samhliða því sem virðisaukaskattur á matvöru og öðru sem er í lægra þrepinu, verði hækkaður. Og af því höfum við verulegar áhyggjur því áhrif virðisaukaskattshækkunar á bækur geta orðið miklu meiri og verri en sem nemur einhverjum prósentutölum til eða frá,“ segir formaðurinn og það er þungt í honum hljóðið. Egill bendir á að almennt og nánast allstaðar eru bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi, sjö prósent eða með öllu undanþegnar virðisaukaskatti. „Þannig að hér er ríkisstjórnin á einhverri allt annarri vegferð en tíðkast í Evrópu.“ Bókaútgefendur tala um verulegan áróður stjórnarliða fyrir þessari breytingu. „Það sést mjög víða og það er þessi orðræða um einföldun virðisaukaskattskerfis. Sem við furðum okkur mjög á, þegar um er að ræða ekkert annað en hækkun á virðisaukaskatti á bækur og fjölmiðlun.“Menntamálaráðherra virðir bókafólk ekki svarsEgill Örn segir að bókaútgefendur hafi nú lengi og ítrekað farið fram á fund með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, sem ekki hefur virt þá svars. Hann segir þögn úr menntamálaráðuneytinu þrúgandi. „Við höfum síðan í sumar reynt ítrekað að ná eyrum menntamálaráðherra og fundi með honum en engin svör fengið. Og við neitum að trúa því fyrr en í fulla hnefana að þessi ríkisstjórn ætli að ganga milli bols og höfuðs á íslenskri bókaútgáfu með hækkun virðisaukaskatts á bækur," segir Egill Örn.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira