Gunnar: Jákvætt að leikmenn séu stressaðir Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. ágúst 2014 11:45 Gunnar Rafn. Mynd/Vísir „Það er alveg frábær stemming í hópnum fyrir þennan leik,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, fyrir bikarúrslitaleikinn í dag. Selfoss leikur í fyrsta sinn í bikarúrslitum í dag þegar þær mæta ríkjandi Íslandsmeisturunum, Stjörnunni, á Laugardalsvelli. „Það verður örugglega eitthvað stress í byrjun en ég vona að þær notfæri sér það bara á jákvæðan hátt. Það er eðlilegt og að ég tel bara gott að leikmenn séu stressaðir fyrir svona stórleik.“ Selfoss á von á miklum stuðningi úr stúkunni í leiknum en rútuferðir verða frá bænum og á Laugardalsvöll. „Það verða sætaferðir frá öllu Suðurlandinu í dag og það er bara vonandi að fólk nýti sér það. Eigum við ekki að segja það,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður hvort þetta væri Suðurlandið gegn höfuðborginni. Gunnar leggur mikla áherslu á að stöðva sóknarleik Stjörnunnar en Stjarnan vann 5-3 sigur á Selfossi í júní. Harpa Þorsteinsdóttir fór á kostum í leiknum og setti fjögur mörk. „Það var mjög góður leikur og jafn en þær náðu að nýta færin sín, vonandi getum við lokað á það á morgun. Við náðum að setja þrjú mörk á þær en þær hafa aðeins fengið á sig tíu, það sýnir svolítið okkar styrk.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ólafur: Það er enginn saddur í Garðabænum Kvennalið Stjörnunnar keppir í fjórða sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum í dag þegar Stjarnan mætir Selfoss á Laugardalsvelli. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar telur að þetta sé stærsti leikur ársins. 30. ágúst 2014 10:30 Allt Suðurlandið styður okkur Selfoss leikur í dag í fyrsta sinn í sögu félagsins til úrslita í bikarnum. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss sigraði Stjörnuna en fyrirliði liðsins telur að það séu helmingslíkur hver ber sigur úr býtum í Laugardalnum. 30. ágúst 2014 10:00 Níundi bikarúrslitaleikurinn hjá Stjörnunni á aðeins þremur árum Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, þekkir það vel að fylgja sínum liðum niður í Laugardal með það markmið að vinna bikarinn. Fótboltakonur félagsins spila bikarúrslitaleik á móti Selfossi á Laugardalsvelli á morgun. 29. ágúst 2014 18:45 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
„Það er alveg frábær stemming í hópnum fyrir þennan leik,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, fyrir bikarúrslitaleikinn í dag. Selfoss leikur í fyrsta sinn í bikarúrslitum í dag þegar þær mæta ríkjandi Íslandsmeisturunum, Stjörnunni, á Laugardalsvelli. „Það verður örugglega eitthvað stress í byrjun en ég vona að þær notfæri sér það bara á jákvæðan hátt. Það er eðlilegt og að ég tel bara gott að leikmenn séu stressaðir fyrir svona stórleik.“ Selfoss á von á miklum stuðningi úr stúkunni í leiknum en rútuferðir verða frá bænum og á Laugardalsvöll. „Það verða sætaferðir frá öllu Suðurlandinu í dag og það er bara vonandi að fólk nýti sér það. Eigum við ekki að segja það,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður hvort þetta væri Suðurlandið gegn höfuðborginni. Gunnar leggur mikla áherslu á að stöðva sóknarleik Stjörnunnar en Stjarnan vann 5-3 sigur á Selfossi í júní. Harpa Þorsteinsdóttir fór á kostum í leiknum og setti fjögur mörk. „Það var mjög góður leikur og jafn en þær náðu að nýta færin sín, vonandi getum við lokað á það á morgun. Við náðum að setja þrjú mörk á þær en þær hafa aðeins fengið á sig tíu, það sýnir svolítið okkar styrk.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ólafur: Það er enginn saddur í Garðabænum Kvennalið Stjörnunnar keppir í fjórða sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum í dag þegar Stjarnan mætir Selfoss á Laugardalsvelli. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar telur að þetta sé stærsti leikur ársins. 30. ágúst 2014 10:30 Allt Suðurlandið styður okkur Selfoss leikur í dag í fyrsta sinn í sögu félagsins til úrslita í bikarnum. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss sigraði Stjörnuna en fyrirliði liðsins telur að það séu helmingslíkur hver ber sigur úr býtum í Laugardalnum. 30. ágúst 2014 10:00 Níundi bikarúrslitaleikurinn hjá Stjörnunni á aðeins þremur árum Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, þekkir það vel að fylgja sínum liðum niður í Laugardal með það markmið að vinna bikarinn. Fótboltakonur félagsins spila bikarúrslitaleik á móti Selfossi á Laugardalsvelli á morgun. 29. ágúst 2014 18:45 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
Ólafur: Það er enginn saddur í Garðabænum Kvennalið Stjörnunnar keppir í fjórða sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum í dag þegar Stjarnan mætir Selfoss á Laugardalsvelli. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar telur að þetta sé stærsti leikur ársins. 30. ágúst 2014 10:30
Allt Suðurlandið styður okkur Selfoss leikur í dag í fyrsta sinn í sögu félagsins til úrslita í bikarnum. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss sigraði Stjörnuna en fyrirliði liðsins telur að það séu helmingslíkur hver ber sigur úr býtum í Laugardalnum. 30. ágúst 2014 10:00
Níundi bikarúrslitaleikurinn hjá Stjörnunni á aðeins þremur árum Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, þekkir það vel að fylgja sínum liðum niður í Laugardal með það markmið að vinna bikarinn. Fótboltakonur félagsins spila bikarúrslitaleik á móti Selfossi á Laugardalsvelli á morgun. 29. ágúst 2014 18:45
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01