Gos hafið að nýju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2014 06:09 Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni um fimm kílómetra norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. Hægt er að horfa á beina útsendingu úr vefmyndavélinni í spilaranum hér fyrir ofan.Click here for an English version.Þoku brá yfir vefmyndavél Mílu um kl 4:30 en þegar henni létti um 5:49 varð vaktmaður Mílu var við gosið. Líkt og sjá má á vefmyndavélinni, sem nálgast má hér að neðan, bregður þoku reglulega fyrir gossvæðið en veður á svæðinu er vont eins og víðast hvar á landinu.Sjá myndband frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands neðst í fréttinni. Gossins aðfaranótt föstudags varð vart rétt upp úr miðnætti en var að mestu lokið um þremur klukkustundum síðar. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við Vísi að gosið sé á sama stað og aðfaranótt föstudags en virðist nokkuð minna bæði af myndum og mælum að dæma. Martin Hensch, jarðskjálftafræðingur á vakt hjá Veðurstofunni, staðfestir í tilkynningu að gos sé hafið á sprungu í Holuhrauni. Staðsetning sé um það bil sú sama og í gosinu aðfaranótt föstudags. Gosið virkar minna að hans sögn og nánast engin virkni birtist á jarðskjálftamælum að hans sögn. Vísindamaður Veðurstofunnar, sem gistir ásamt fleiri vísindamönnum í Dreka í Drekagili, er á leiðinni á svæðið. Víðir segir viðbúnað minniháttar á meðan verið sé að átta sig á hlutunum.Hér má fylgjast með beinni útsendingu úr vefmyndavél 2 hjá Mílu.Uppfært 07:14 Samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarmiðstöð Almannavarna eru jarðvísindamenn á svæðinu. Þeir segja gosið vera minna og sprunguna styttri en á föstudaginn og einnig hafi sprungan teygt sig um fimm hundruð metra í norður. Hraun úr sprungunni rennur eingöngu til austurs.Hreinn Beck hjá Mílu ber saman gosin tvö á myndinni en hafa verður í huga skekkju vegna birtuskilyrða. Post by Jarðvísindastofnun Háskólans. Lítið eldgos hófst í Holuhrauni rétt fyrir kl0600 í morgun. Aðeins lengri sprunga en síðast. Verið er að meta umfangið. #Bardarbunga...— Almannavarnir (@almannavarnir) August 31, 2014 Bárðarbunga Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira
Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni um fimm kílómetra norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. Hægt er að horfa á beina útsendingu úr vefmyndavélinni í spilaranum hér fyrir ofan.Click here for an English version.Þoku brá yfir vefmyndavél Mílu um kl 4:30 en þegar henni létti um 5:49 varð vaktmaður Mílu var við gosið. Líkt og sjá má á vefmyndavélinni, sem nálgast má hér að neðan, bregður þoku reglulega fyrir gossvæðið en veður á svæðinu er vont eins og víðast hvar á landinu.Sjá myndband frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands neðst í fréttinni. Gossins aðfaranótt föstudags varð vart rétt upp úr miðnætti en var að mestu lokið um þremur klukkustundum síðar. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við Vísi að gosið sé á sama stað og aðfaranótt föstudags en virðist nokkuð minna bæði af myndum og mælum að dæma. Martin Hensch, jarðskjálftafræðingur á vakt hjá Veðurstofunni, staðfestir í tilkynningu að gos sé hafið á sprungu í Holuhrauni. Staðsetning sé um það bil sú sama og í gosinu aðfaranótt föstudags. Gosið virkar minna að hans sögn og nánast engin virkni birtist á jarðskjálftamælum að hans sögn. Vísindamaður Veðurstofunnar, sem gistir ásamt fleiri vísindamönnum í Dreka í Drekagili, er á leiðinni á svæðið. Víðir segir viðbúnað minniháttar á meðan verið sé að átta sig á hlutunum.Hér má fylgjast með beinni útsendingu úr vefmyndavél 2 hjá Mílu.Uppfært 07:14 Samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarmiðstöð Almannavarna eru jarðvísindamenn á svæðinu. Þeir segja gosið vera minna og sprunguna styttri en á föstudaginn og einnig hafi sprungan teygt sig um fimm hundruð metra í norður. Hraun úr sprungunni rennur eingöngu til austurs.Hreinn Beck hjá Mílu ber saman gosin tvö á myndinni en hafa verður í huga skekkju vegna birtuskilyrða. Post by Jarðvísindastofnun Háskólans. Lítið eldgos hófst í Holuhrauni rétt fyrir kl0600 í morgun. Aðeins lengri sprunga en síðast. Verið er að meta umfangið. #Bardarbunga...— Almannavarnir (@almannavarnir) August 31, 2014
Bárðarbunga Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira