Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar 20. ágúst 2014 09:00 Pavel í leik Íslands og Bretlands á dögunum. Vísir/Vilhelm Pavel Ermolinskij hvíldi í leiknum í Bosníu eftir að hafa gefið 14 stoðsendingar í sigrinum á Bretum. Hann verður með íslenska liðinu í London í kvöld í leiknum mikilvæga á móti Bretlandi þar sem sigur tryggir íslenska liðinu annað sætið í riðlinum og svo gott sem sæti á Evrópumótinu í körfubolta. „Staðan á mér er bara ágæt. Hún var slæm eftir fyrri Englandsleikinn og við ákváðum bara að ég myndi hvíla Bosníuleikinn vegna þess að það var stutt frí þarna á milli. Þetta er mikilvægari leikur," sagði Pavel Ermolinskij sem ætlar að gefa allt í þetta í kvöld. „Ég er klár. Ég er ekkert lítill í mér og ef að þetta er síðasti leikurinn minn á ferlinum þá er ég bara sáttur með það því þeir gerast ekki stærri," sagði Pavel. En var ekki erfitt að missa af síðasta leik á bekknum? „Það var mjög erfitt og sérstaklega eftir að maður var kominn í húsið og sá þessa stemningu. Strákarnir stóðu sig síðan frábærlega og mér langaði að vera hluti af því. Ég reyni stundum að vera skynsamur og þarna fékk skynsemin en ekki hjartað að ráða," sagði Pavel en býst hann við öðruvísi leik en þegar liðið vann Bretana með 13 stigum í Höllinni. „Vonandi verður þetta bara eins leikur og í Höllinni. Það getur vel verið að þeir breyti einhverju hjá sér. Við munum náttúrulega breyta hjá okkur því við fengum einhvern gamlan ref inn. Vonandi getur hann gert eitthvað en við ætlum annar að halda áfram að gera það sama," sagði Pavel um endurkomu Jóns Arnórs Stefánssonar í íslenska liðið. „Það er hundleiðinlegt að spila á móti okkur því við erum litlir og leiðinlegir. Við ætlum bara að halda því áfram," sagði Pavel og EM-sæti er hugsanlega í húfi í kvöld. „Það er ótrúlega mikið í húfi og það er bara gaman. Það er ekki oft sem við í landsliðinu höfum spilað leiki þar sem það er bara undir okkur komið að gera stóra hluti. Við erum ekki alveg að ná þessu ennþá sem er bara fínt svo við förum ekki að setja einhverja óþarfa pressu á okkur. Við verðum bara að vera meðvitaðir um þetta og spila síðan bara okkar leik," sagði Pavel. „Við megum ekki byrja að spila eitthvað öðruvísi af því að þetta er mikilvægur leikur. Við spilum bara okkar bolta eins og við höfum alltaf gert," sagði Pavel að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13 Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00 Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09 Elvar Már og Ólafur detta út úr hópnum Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon koma inn fyrir Suðurnesjamennina. 19. ágúst 2014 20:25 Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00 Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sjá meira
Pavel Ermolinskij hvíldi í leiknum í Bosníu eftir að hafa gefið 14 stoðsendingar í sigrinum á Bretum. Hann verður með íslenska liðinu í London í kvöld í leiknum mikilvæga á móti Bretlandi þar sem sigur tryggir íslenska liðinu annað sætið í riðlinum og svo gott sem sæti á Evrópumótinu í körfubolta. „Staðan á mér er bara ágæt. Hún var slæm eftir fyrri Englandsleikinn og við ákváðum bara að ég myndi hvíla Bosníuleikinn vegna þess að það var stutt frí þarna á milli. Þetta er mikilvægari leikur," sagði Pavel Ermolinskij sem ætlar að gefa allt í þetta í kvöld. „Ég er klár. Ég er ekkert lítill í mér og ef að þetta er síðasti leikurinn minn á ferlinum þá er ég bara sáttur með það því þeir gerast ekki stærri," sagði Pavel. En var ekki erfitt að missa af síðasta leik á bekknum? „Það var mjög erfitt og sérstaklega eftir að maður var kominn í húsið og sá þessa stemningu. Strákarnir stóðu sig síðan frábærlega og mér langaði að vera hluti af því. Ég reyni stundum að vera skynsamur og þarna fékk skynsemin en ekki hjartað að ráða," sagði Pavel en býst hann við öðruvísi leik en þegar liðið vann Bretana með 13 stigum í Höllinni. „Vonandi verður þetta bara eins leikur og í Höllinni. Það getur vel verið að þeir breyti einhverju hjá sér. Við munum náttúrulega breyta hjá okkur því við fengum einhvern gamlan ref inn. Vonandi getur hann gert eitthvað en við ætlum annar að halda áfram að gera það sama," sagði Pavel um endurkomu Jóns Arnórs Stefánssonar í íslenska liðið. „Það er hundleiðinlegt að spila á móti okkur því við erum litlir og leiðinlegir. Við ætlum bara að halda því áfram," sagði Pavel og EM-sæti er hugsanlega í húfi í kvöld. „Það er ótrúlega mikið í húfi og það er bara gaman. Það er ekki oft sem við í landsliðinu höfum spilað leiki þar sem það er bara undir okkur komið að gera stóra hluti. Við erum ekki alveg að ná þessu ennþá sem er bara fínt svo við förum ekki að setja einhverja óþarfa pressu á okkur. Við verðum bara að vera meðvitaðir um þetta og spila síðan bara okkar leik," sagði Pavel. „Við megum ekki byrja að spila eitthvað öðruvísi af því að þetta er mikilvægur leikur. Við spilum bara okkar bolta eins og við höfum alltaf gert," sagði Pavel að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13 Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00 Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09 Elvar Már og Ólafur detta út úr hópnum Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon koma inn fyrir Suðurnesjamennina. 19. ágúst 2014 20:25 Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00 Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sjá meira
Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13
Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00
Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09
Elvar Már og Ólafur detta út úr hópnum Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon koma inn fyrir Suðurnesjamennina. 19. ágúst 2014 20:25
Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00
Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00
Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01