Hannes: Skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar 20. ágúst 2014 23:12 Formaðurinn bilaðist af gleði í leikslok. mynd/kkí/stefán borgþórsson Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, upplifði eins og strákarnir í körfuboltalandsliðinu mikinn tilfinningarússibana í kvöld þegar íslenska liðið vann 71-69 sigur á Bretum í London og tryggði sér annað sætið í riðlinum og mjög líklega sæti á EM. „Þetta er eiginlega bara ólýsanleg tilfinning því það er svo mikil vinna að baki þessu og hjá svo mörgum. Það eiga svo margir þátt í þessu en ég vil ítreka það að það er ekkert öruggt ennþá að við séum komnir inn á Eurobasket," sagði Hannes en sex af sjö liðunum sem lenda í öðru sæti í riðlinum tryggja sér þátttökurétt á EM á næsta ári. „Dagurinn í dag er samt svo sannarlega stór dagur í íslenskum körfubolta. Við erum á góðri leið með að fara á Eurobasket. Það er ótrúlegt að þegar ég fer sem stjórnarmaður á stjórnarfund FIBA Europe 8. september næstkomandi, þar sem verður ákveðið hvar Eurobasket verður, þá verð ég aðeins að hafa í huga hvar Ísland verður að spila þarna," sagði Hannes léttur. „Þetta er mikið afrek en það er ennþá einn leikur eftir. Það þarf samt einstaka óheppni ef við förum ekki inn á Eurobasket," sagði Hannes. „Eins og ég sagði í byrjun þá er þetta vinna mjög marga aðila sem hafa komið að afreksmálum og íslenskum körfubolta heima. Þetta er stór dagur fyrir alla sem hafa komið nálægt íslenskum körfubolta frá upphafi," sagði Hannes. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en hvernig leið formanninum í hálfleik? „Ég viðurkenni það að ég var pínu hræddur. Ég hafði trú á þeim en ég var samt að hugsa: Nei, ekki erum við að glutra þessu niður. Ég vildi ekki trúa því og strákarnir höfðu líka trúna eins og þeir sýndu. Við Íslendingarnir sem vorum með liðinu í London höfðum trúna með þeim og þetta tókst," sagði Hannes sem hefur haft í nægu að snúast eftir leikinn að taka við hamingjuóskum. „Kveðjurnar sem við erum að fá heiman frá gleðja mig sem formann sambandsins og okkur í sambandinu. Við erum að fá svo mikið af kveðjum frá fullt af fólki úr íþróttahreyfingunni og fólki heima á Íslandi. Það hefur varla stoppað síminn og þetta sýnir að íslenskur körfubolti er á réttri leið og við vorum að stíga stórt skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu," sagði Hannes. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56 Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, upplifði eins og strákarnir í körfuboltalandsliðinu mikinn tilfinningarússibana í kvöld þegar íslenska liðið vann 71-69 sigur á Bretum í London og tryggði sér annað sætið í riðlinum og mjög líklega sæti á EM. „Þetta er eiginlega bara ólýsanleg tilfinning því það er svo mikil vinna að baki þessu og hjá svo mörgum. Það eiga svo margir þátt í þessu en ég vil ítreka það að það er ekkert öruggt ennþá að við séum komnir inn á Eurobasket," sagði Hannes en sex af sjö liðunum sem lenda í öðru sæti í riðlinum tryggja sér þátttökurétt á EM á næsta ári. „Dagurinn í dag er samt svo sannarlega stór dagur í íslenskum körfubolta. Við erum á góðri leið með að fara á Eurobasket. Það er ótrúlegt að þegar ég fer sem stjórnarmaður á stjórnarfund FIBA Europe 8. september næstkomandi, þar sem verður ákveðið hvar Eurobasket verður, þá verð ég aðeins að hafa í huga hvar Ísland verður að spila þarna," sagði Hannes léttur. „Þetta er mikið afrek en það er ennþá einn leikur eftir. Það þarf samt einstaka óheppni ef við förum ekki inn á Eurobasket," sagði Hannes. „Eins og ég sagði í byrjun þá er þetta vinna mjög marga aðila sem hafa komið að afreksmálum og íslenskum körfubolta heima. Þetta er stór dagur fyrir alla sem hafa komið nálægt íslenskum körfubolta frá upphafi," sagði Hannes. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en hvernig leið formanninum í hálfleik? „Ég viðurkenni það að ég var pínu hræddur. Ég hafði trú á þeim en ég var samt að hugsa: Nei, ekki erum við að glutra þessu niður. Ég vildi ekki trúa því og strákarnir höfðu líka trúna eins og þeir sýndu. Við Íslendingarnir sem vorum með liðinu í London höfðum trúna með þeim og þetta tókst," sagði Hannes sem hefur haft í nægu að snúast eftir leikinn að taka við hamingjuóskum. „Kveðjurnar sem við erum að fá heiman frá gleðja mig sem formann sambandsins og okkur í sambandinu. Við erum að fá svo mikið af kveðjum frá fullt af fólki úr íþróttahreyfingunni og fólki heima á Íslandi. Það hefur varla stoppað síminn og þetta sýnir að íslenskur körfubolti er á réttri leið og við vorum að stíga stórt skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu," sagði Hannes.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56 Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira
Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35
Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45
Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41
Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02
Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04
Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56
Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08