Hannes: Skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar 20. ágúst 2014 23:12 Formaðurinn bilaðist af gleði í leikslok. mynd/kkí/stefán borgþórsson Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, upplifði eins og strákarnir í körfuboltalandsliðinu mikinn tilfinningarússibana í kvöld þegar íslenska liðið vann 71-69 sigur á Bretum í London og tryggði sér annað sætið í riðlinum og mjög líklega sæti á EM. „Þetta er eiginlega bara ólýsanleg tilfinning því það er svo mikil vinna að baki þessu og hjá svo mörgum. Það eiga svo margir þátt í þessu en ég vil ítreka það að það er ekkert öruggt ennþá að við séum komnir inn á Eurobasket," sagði Hannes en sex af sjö liðunum sem lenda í öðru sæti í riðlinum tryggja sér þátttökurétt á EM á næsta ári. „Dagurinn í dag er samt svo sannarlega stór dagur í íslenskum körfubolta. Við erum á góðri leið með að fara á Eurobasket. Það er ótrúlegt að þegar ég fer sem stjórnarmaður á stjórnarfund FIBA Europe 8. september næstkomandi, þar sem verður ákveðið hvar Eurobasket verður, þá verð ég aðeins að hafa í huga hvar Ísland verður að spila þarna," sagði Hannes léttur. „Þetta er mikið afrek en það er ennþá einn leikur eftir. Það þarf samt einstaka óheppni ef við förum ekki inn á Eurobasket," sagði Hannes. „Eins og ég sagði í byrjun þá er þetta vinna mjög marga aðila sem hafa komið að afreksmálum og íslenskum körfubolta heima. Þetta er stór dagur fyrir alla sem hafa komið nálægt íslenskum körfubolta frá upphafi," sagði Hannes. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en hvernig leið formanninum í hálfleik? „Ég viðurkenni það að ég var pínu hræddur. Ég hafði trú á þeim en ég var samt að hugsa: Nei, ekki erum við að glutra þessu niður. Ég vildi ekki trúa því og strákarnir höfðu líka trúna eins og þeir sýndu. Við Íslendingarnir sem vorum með liðinu í London höfðum trúna með þeim og þetta tókst," sagði Hannes sem hefur haft í nægu að snúast eftir leikinn að taka við hamingjuóskum. „Kveðjurnar sem við erum að fá heiman frá gleðja mig sem formann sambandsins og okkur í sambandinu. Við erum að fá svo mikið af kveðjum frá fullt af fólki úr íþróttahreyfingunni og fólki heima á Íslandi. Það hefur varla stoppað síminn og þetta sýnir að íslenskur körfubolti er á réttri leið og við vorum að stíga stórt skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu," sagði Hannes. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56 Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, upplifði eins og strákarnir í körfuboltalandsliðinu mikinn tilfinningarússibana í kvöld þegar íslenska liðið vann 71-69 sigur á Bretum í London og tryggði sér annað sætið í riðlinum og mjög líklega sæti á EM. „Þetta er eiginlega bara ólýsanleg tilfinning því það er svo mikil vinna að baki þessu og hjá svo mörgum. Það eiga svo margir þátt í þessu en ég vil ítreka það að það er ekkert öruggt ennþá að við séum komnir inn á Eurobasket," sagði Hannes en sex af sjö liðunum sem lenda í öðru sæti í riðlinum tryggja sér þátttökurétt á EM á næsta ári. „Dagurinn í dag er samt svo sannarlega stór dagur í íslenskum körfubolta. Við erum á góðri leið með að fara á Eurobasket. Það er ótrúlegt að þegar ég fer sem stjórnarmaður á stjórnarfund FIBA Europe 8. september næstkomandi, þar sem verður ákveðið hvar Eurobasket verður, þá verð ég aðeins að hafa í huga hvar Ísland verður að spila þarna," sagði Hannes léttur. „Þetta er mikið afrek en það er ennþá einn leikur eftir. Það þarf samt einstaka óheppni ef við förum ekki inn á Eurobasket," sagði Hannes. „Eins og ég sagði í byrjun þá er þetta vinna mjög marga aðila sem hafa komið að afreksmálum og íslenskum körfubolta heima. Þetta er stór dagur fyrir alla sem hafa komið nálægt íslenskum körfubolta frá upphafi," sagði Hannes. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en hvernig leið formanninum í hálfleik? „Ég viðurkenni það að ég var pínu hræddur. Ég hafði trú á þeim en ég var samt að hugsa: Nei, ekki erum við að glutra þessu niður. Ég vildi ekki trúa því og strákarnir höfðu líka trúna eins og þeir sýndu. Við Íslendingarnir sem vorum með liðinu í London höfðum trúna með þeim og þetta tókst," sagði Hannes sem hefur haft í nægu að snúast eftir leikinn að taka við hamingjuóskum. „Kveðjurnar sem við erum að fá heiman frá gleðja mig sem formann sambandsins og okkur í sambandinu. Við erum að fá svo mikið af kveðjum frá fullt af fólki úr íþróttahreyfingunni og fólki heima á Íslandi. Það hefur varla stoppað síminn og þetta sýnir að íslenskur körfubolti er á réttri leið og við vorum að stíga stórt skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu," sagði Hannes.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56 Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35
Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45
Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41
Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02
Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04
Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56
Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08