Vigdís vill hækka VSK á ferðaþjónustuna Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2014 13:42 Vigdís Hauksdóttir Vísir/GVA Formaður fjárlaganefndar segir bráðnauðsynlegt að útrýma undanþágum í virðisaukakerfinu og vill hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Hins vegar eigi ekki að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Í drögum að fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra er gert ráð fyrir töluverðum breytingum á virðisaukaskattskerfinu. Í dag eru tvö þrep í virðisaukaskatti 24,5 prósent og 7 prósent. Lang flestar vörur og þjónusta heyra undir hærra skattþrepið en matvara, bækur, tímarit, afnotagjöld að fjölmiðlum, sala á orku, gisting og fleira heyra undir lægra þrepið og þá er ýmislegt undanþegið virðisaukaskatti. Fjármálaráðherra hefur sagst vilja einfalda kerfið, með lækkun efra þrepsins, hækkun neðra þrepsins og fækkun undanþága. Það myndi þýða að skattur á matvöru myndi hækka. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins lýsti andstöðu sinni við það í fréttum Bylgjunnar í gær að virðisaukaskattur á matvæli yrði hækkaður. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar tekur undir þetta og segir Framsóknarmenn standa vörð um matarskatt í lægra þrepi. „Ég tel ekki vænlegt að hækka skattinn og flækja bótakerfið frekar með einhverri aðkomu ríkisins að því að færa til fjármagn til efnaminni fjölskyldna. Ég tel að við eigum að standa vörð um þennan 7 prósenta skatt,“ segir Vigdís. Líka vegna þess að matarskatturinn skili sér mjög vel þar sem undanskot á honum séu mjög erfið. Á sama tíma og efra þrep skattsins verði lækkað eigi að fella niður undanþágur frá skattinum. „Það er náttúrlega alveg bráðnauðsynlegt að útrýma nánast öllum undanþágum í virðisaukaskattskerfinu, því þær eru bara barn síns tíma,“ segir Vigdís. Hún tekur undir með Karli Garðarssyni og segist vilja að virðisaukaskatturinn verði hækkaður í ferðaþjónustunni og undanþágum þar fækkað eins og fyrri ríkisstjórn hafði áformað en núverandi stjórn féll frá að framkvæma. „Ég talaði á móti því að hækka virðisaukaskattinn á síðasta kjörtímabili. En þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði, er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins. Ferðaþjónustan er komin af brauðfótum,“ segir Vigdís. Því séu forsendur fyrir því að hafa ferðaþjónustuna í lægra þrepinu brostnar. „Þannig að nú er orðið tímabært að sá stuðningur sem ríkisvaldið veitti þessari atvinnugrein á sínum tíma skili sér nú í ríkissjóð með hækkaðri prósentu,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar segir bráðnauðsynlegt að útrýma undanþágum í virðisaukakerfinu og vill hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Hins vegar eigi ekki að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Í drögum að fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra er gert ráð fyrir töluverðum breytingum á virðisaukaskattskerfinu. Í dag eru tvö þrep í virðisaukaskatti 24,5 prósent og 7 prósent. Lang flestar vörur og þjónusta heyra undir hærra skattþrepið en matvara, bækur, tímarit, afnotagjöld að fjölmiðlum, sala á orku, gisting og fleira heyra undir lægra þrepið og þá er ýmislegt undanþegið virðisaukaskatti. Fjármálaráðherra hefur sagst vilja einfalda kerfið, með lækkun efra þrepsins, hækkun neðra þrepsins og fækkun undanþága. Það myndi þýða að skattur á matvöru myndi hækka. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins lýsti andstöðu sinni við það í fréttum Bylgjunnar í gær að virðisaukaskattur á matvæli yrði hækkaður. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar tekur undir þetta og segir Framsóknarmenn standa vörð um matarskatt í lægra þrepi. „Ég tel ekki vænlegt að hækka skattinn og flækja bótakerfið frekar með einhverri aðkomu ríkisins að því að færa til fjármagn til efnaminni fjölskyldna. Ég tel að við eigum að standa vörð um þennan 7 prósenta skatt,“ segir Vigdís. Líka vegna þess að matarskatturinn skili sér mjög vel þar sem undanskot á honum séu mjög erfið. Á sama tíma og efra þrep skattsins verði lækkað eigi að fella niður undanþágur frá skattinum. „Það er náttúrlega alveg bráðnauðsynlegt að útrýma nánast öllum undanþágum í virðisaukaskattskerfinu, því þær eru bara barn síns tíma,“ segir Vigdís. Hún tekur undir með Karli Garðarssyni og segist vilja að virðisaukaskatturinn verði hækkaður í ferðaþjónustunni og undanþágum þar fækkað eins og fyrri ríkisstjórn hafði áformað en núverandi stjórn féll frá að framkvæma. „Ég talaði á móti því að hækka virðisaukaskattinn á síðasta kjörtímabili. En þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði, er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins. Ferðaþjónustan er komin af brauðfótum,“ segir Vigdís. Því séu forsendur fyrir því að hafa ferðaþjónustuna í lægra þrepinu brostnar. „Þannig að nú er orðið tímabært að sá stuðningur sem ríkisvaldið veitti þessari atvinnugrein á sínum tíma skili sér nú í ríkissjóð með hækkaðri prósentu,“ segir Vigdís Hauksdóttir.
Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira