Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2014 13:30 Hlynur Bæringsson. Vísir/Vilhelm Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson áttu báðir frábæran leik og fengu báðir mikið hrós sem þeir áttu skilið en þegar ég fór að hugsa aðeins meira um leikinn þá kom aftur og aftur upp í hugann frammistaða eins manns. Ef það er einhver maður sem er táknmynd fyrir afrek litla Íslands að komast upp á stóra sviðið með risunum í evrópska körfuboltanum þá er það fyrirliðinn Hlynur Bæringsson. Hann er ekki einu sinni stærsti leikmaður liðsins en tekur að sér risavaxið hlutverk í glímu sinni við miðherja mótherjanna. Talandi um stórt íslenskt hjarta og íslenskan baráttuanda. Hlynur var jú bara eins og við þekkjum Hlyn en hversu magnað er að sjá það í hverjum leik. Fyrirliði liðsins berst fyrir hverju frákasti og hverjum sentímetra á móti risavöxnum leikmönnum mótherjanna. Hlynur var rosalegur í þessum mikilvæga leik við Breta. Hann var út um allt, var grimmur í fráköstum og hélt endalaust mörgum sóknum og vörnum á lífi með útsjónarsemi sinni og dugnaði. Hver mun einhvern tímann gleyma því þegar hann náði sóknarfrákasti og tókst að gefa frábæra stoðsendingu þrátt fyrir að skella með látum í gólfinu? Hver gleymir því þegar Hlynur meiddist illa á ökkla í lok leiks en ætlaði samt bara að harka að af sér? Íslenski víkingurinn á ótrúlega mikið í því að litla Ísland á möguleika gegn miklu hávaxnari liðum. Hann felur sentímetraskortinn af þvílíkri snilld að eftir er tekið í Evrópu. Hlynur Bæringsson skilar alltaf sínu og var kannski smá fórnarlamb þess á miðvikudagskvöldið. Hann er algjörlega ómissandi fyrir íslenska landsliðið. Því gætum við kynnst í lokaleiknum við Bosníu ef hann getur ekki verið með vegna meiðsla. Eftir því sem ég hugsaði meira um þennan sögulega leik í Koparhöllinni varð ég sannfærðari um það að við erum á leiðinni á EM af því að við eigum stærsta litla stóra mann í Evrópu. Það er og væri vissulega slæmt að vera án leikmanna eins og Jóns Arnórs, Harðar Axels, Loga Gunnars eða Hauks Helga en íslenska landsliðið er ekki í sama klassa án Hlyns Bæringssonar.Vísir/Vilhelm Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson áttu báðir frábæran leik og fengu báðir mikið hrós sem þeir áttu skilið en þegar ég fór að hugsa aðeins meira um leikinn þá kom aftur og aftur upp í hugann frammistaða eins manns. Ef það er einhver maður sem er táknmynd fyrir afrek litla Íslands að komast upp á stóra sviðið með risunum í evrópska körfuboltanum þá er það fyrirliðinn Hlynur Bæringsson. Hann er ekki einu sinni stærsti leikmaður liðsins en tekur að sér risavaxið hlutverk í glímu sinni við miðherja mótherjanna. Talandi um stórt íslenskt hjarta og íslenskan baráttuanda. Hlynur var jú bara eins og við þekkjum Hlyn en hversu magnað er að sjá það í hverjum leik. Fyrirliði liðsins berst fyrir hverju frákasti og hverjum sentímetra á móti risavöxnum leikmönnum mótherjanna. Hlynur var rosalegur í þessum mikilvæga leik við Breta. Hann var út um allt, var grimmur í fráköstum og hélt endalaust mörgum sóknum og vörnum á lífi með útsjónarsemi sinni og dugnaði. Hver mun einhvern tímann gleyma því þegar hann náði sóknarfrákasti og tókst að gefa frábæra stoðsendingu þrátt fyrir að skella með látum í gólfinu? Hver gleymir því þegar Hlynur meiddist illa á ökkla í lok leiks en ætlaði samt bara að harka að af sér? Íslenski víkingurinn á ótrúlega mikið í því að litla Ísland á möguleika gegn miklu hávaxnari liðum. Hann felur sentímetraskortinn af þvílíkri snilld að eftir er tekið í Evrópu. Hlynur Bæringsson skilar alltaf sínu og var kannski smá fórnarlamb þess á miðvikudagskvöldið. Hann er algjörlega ómissandi fyrir íslenska landsliðið. Því gætum við kynnst í lokaleiknum við Bosníu ef hann getur ekki verið með vegna meiðsla. Eftir því sem ég hugsaði meira um þennan sögulega leik í Koparhöllinni varð ég sannfærðari um það að við erum á leiðinni á EM af því að við eigum stærsta litla stóra mann í Evrópu. Það er og væri vissulega slæmt að vera án leikmanna eins og Jóns Arnórs, Harðar Axels, Loga Gunnars eða Hauks Helga en íslenska landsliðið er ekki í sama klassa án Hlyns Bæringssonar.Vísir/Vilhelm
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira