Sport

Arnar og Tinna Íslandsmeistarar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Góð stemmning var í miðbænum í dag.
Góð stemmning var í miðbænum í dag. Vísir/Andri Marinó
Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. Arnar Pétursson og Tinna Lárusdóttir voru krýnd Íslandsmeistari.

Frábært hlaupaveður var í Reykjavík í dag en aldrei hafa fleiri tekið þátt. Alls voru 15.654 þátttakendur í öllum flokkum en keppt var í 31. skipti í dag. 1144 hlupu maraþon, 2.498 hálft maraþon, 7.005 hlupu 10 kílómetra, 114 hlupu boðhlaup, 1.914 hlupu 3 kílómetra skemmtiskokk og 2.979 krakkar hlupu í Latabæjarhlaupinu.

Eftirfarandi voru í efstu þremur sætunum í hverri vegalengd í dag:

Fyrstu þrír karlar í maraþoni

1. Matthew Pelletier, USA, 02:18:00 (þriðji besti tími karla frá upphafi)

2. Wojciech Kopec, POL, 02:29:05

3. Andy Norman, GBR, 02:30:01

Fyrstu þrjár konur í maraþoni

1. Sarah Brown, GBR, 03:01:47

2. Melissah Kate Gibson, AUS, 03:04:52

3. Erika Verdugo, MEX, 03:10:34

Íslandsmeistaramót í maraþoni karla

1. Arnar Pétursson, 02:31:23

2. Pétur Sturla Bjarnason, 02:40:53

3. Valur Þór Kristjánsson, 02:49:23

Íslandsmeistaramót í maraþoni kvenna

1. Tinna Lárusdóttir,  03:27:28

2. Melkorka Árný Kvaran, 03:41:01

3. Pálína Sigurðardóttir, 03:48:28

Fyrstu þrjár konur í hálfu maraþoni

1. Helen Ólafsdóttir, ÍSL, 01:23:36 (5.besti tími sem kona hefur náð)

2. Anna Berglind Pálmadóttir, ÍSL, 01:29:24

3. Amanda Robotti, USA, 01:29:36

Fyrstu þrír karlar í hálfu maraþoni

1. Christian Will, USA, 01:08:44

2. Þorbergur Ingi Jónsson, ÍSL, 01:09:37

3. Dave Norman, GBR, 01:11:13

10 km hlaup karla

1. Ingvar Hjartarson, 32:25

2. Sæmundur Ólafsson, 33:37

3. Bjartmar Örnuson, 35:48

10 km hlaup kvenna

1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 36:55 (3.besti tími kvenna í sögu hlaupsins)

2. María Birkisdóttir, 38:20

3. Guðlaug Edda Hannesdóttir, 38:48

Boðhlaup

1. Helgason og kó, 3:12:55

2. Íþróttabandalag alheimsins (ÍA), 3:17:43

3. Tvær fúlar og tvær viðutan, 3:17:50


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×