Innlent

Skjálfti upp á 4,2 stig á 900 metra dýpi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá hálendinu í dag.
Frá hálendinu í dag. Vísir/Vilhelm
Jarðskjálfti af stærð 4,2 stig mældist á aðeins 900 metra dýpi um 5,4 kílómetra norðaustan af Bárðarbungu upp úr klukkan hálf sjö í kvöld. Skjálftinn er sá stærsti frá því skjálfti af stærð 4,5 stig mældist klukkan 14:04. Um svipað leyti greindi Veðurstofan frá því að líklegt væri að gos væri hafið undir Dyngjujökli.

Að sögn Sigþrúðar Ármannsdóttur, landfræðings hjá Veðurstofu Íslands, túlka vísindamenn sem svo að skálftinn hafi komið til vegna öskusigs. Upptök skjálftans eru talsvert frá Dyngjujökli og er ekki litið á hann sem staðfestingu á að gos sé hafið. Þetta er túlkað sem þrýstingsbreyting vegna þess að kvika flæðir þarna um.

Alls hafa sautján skjálftar af stigi hærra en 3 mælst undanfarna tvo sólarhringa. Sá stærsti var 4,7 stig á fimmtudagskvöldið. Þeir skjálftar hafa hins vegar verið á miklu meira dýpi eða allt frá 3,6 kílómetra dýpi upp í 13 kílómetra dýpi.

Heildarfjöldi skjálfta undanfarna tvo sólarhringa er 1644 samkvæmt samantekt Veðurstofunnar.

Uppfært klukkan 20:17

Veðurstofan hefur uppfært stærð skjálftans í 4,6 stig og telur nú að hann hafi verið á 1300 metra dýpi.

Uppfært klukkan 22:56

Annar stór og grunnur skjálfti mældist 3,8 kílómetra suðaustur af Bárðarbungu klukkan 21:56 í kvöld. Skjálftinn var 3,8 stig samkvæmt fyrstu tölum og á 600 metra dýpi.

Engar augljósar vísbendingar eru um eldgos undir Dyngjujökli eins og kom fram í uppgjöri Almannavarna og Veðurstofu Íslands í kvöld.


Tengdar fréttir

Hraða viðgerðum í Kelduhverfi

Langbylgja RÚV næst í Kelduhverfi og Öxarfirði þótt FM útsendingar RÚV á svæðinu hafi ekki verið eins og best verður á kosið.

Frekari lokanir vega á Norðausturlandi

Almannavarnir hafa lokað fleiri leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla vegna flóðahættu sem gæti skapast við hugsanlega gæti skapast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×