Skjálftavirkni mikil í nótt Sveinn Arnarsson skrifar 24. ágúst 2014 06:45 Stórir skjálftar hafa mælst í nótt beint undir Bárðarbungu Vísir/Sveinn Klukkan 5:30 í morgun mældist jarðskjálfti að stærð um 5 við Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin hefur verið mikil í nótt undir Dyngjujökli. Áður hafði mælst jarðskjálfti um miðnætti sem mældist 5.3 stig. Ekki eru nein merki þess að virknin sé að minnka eða að dregið hefur úr gosóróa á svæðinu. Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa mælst um 360 skjálftar á svæðinu frá miðnætti til sjö í morgun. Eða rétt tæplega einn skjálfti á hverri mínútu. Mikil og stöðug jarðskjálftavirni hefur verið í berggangnum undir Dyngjujökli. Bergagngurinn teygir sig nú æ lengra til norðausturs og er norðurendi þeirra skammt frá jökulsporðinum. Bergangurinn hefur lengst mikið síðustu sólarhringana að mati jarðeðlisfræðinga. Stærsti skjálftinn sem mældist undir Dyngjujökli var 3.5 stig, klukkan 4:39 í morgun. Hins vegar hafa stóru skjálftarnir, 5.3 og 5.0 að stærð, mælst undir sjálfri Bárðarbungu. Jarðeðlisfræðingar á vakt Veðurstofunnar, Martin Hensch og Gunnar B. Guðmundsson, sem blaðamaður Vísis náði tail af, túlka þá skjálfta á þá vegu að þrýsingslækkun eigi sér stað undir öskju Bárðarbungu og að kvika sé að leita inn í bergganginn. Askja Bárðarbungu sé því að aðlaga sig að breyttum þrýstingi undir eldstöðinni.Tveir stórir skjálftar mældust yfir 5 að stærð. Mikil virkni hefur verið í Vatnajökli í nóttMynd/skjáskotAukins gosóra hefur ekki gætt í nótt þrátt fyrir þessa stóru skjálfta. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu íslands, segir þessa jarðskjálfta vera fyrstu skjálfana af þessari stærðargráðu sem mælast í Bárðarbungu síðan í Gjálpargosinu árið 1996. Ekki eru enn nein merki um aukinn gosóróa eða að gos sé hafið. Viðbúnaðarstig Almannavarna er enn á hæsta stigi. Lokanir svæða eru enn í gildi og hefur engin ákvörðun verið tekin um afléttingu þeirra. Ríkislögreglustjóri ákvað á fundi í gærkvöld að vinna ennþá á neyðarstigi og verður sú staða endurmetin með fundi vísindamanna Almannavarna í hádeginu í dag. Bárðarbunga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Klukkan 5:30 í morgun mældist jarðskjálfti að stærð um 5 við Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin hefur verið mikil í nótt undir Dyngjujökli. Áður hafði mælst jarðskjálfti um miðnætti sem mældist 5.3 stig. Ekki eru nein merki þess að virknin sé að minnka eða að dregið hefur úr gosóróa á svæðinu. Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa mælst um 360 skjálftar á svæðinu frá miðnætti til sjö í morgun. Eða rétt tæplega einn skjálfti á hverri mínútu. Mikil og stöðug jarðskjálftavirni hefur verið í berggangnum undir Dyngjujökli. Bergagngurinn teygir sig nú æ lengra til norðausturs og er norðurendi þeirra skammt frá jökulsporðinum. Bergangurinn hefur lengst mikið síðustu sólarhringana að mati jarðeðlisfræðinga. Stærsti skjálftinn sem mældist undir Dyngjujökli var 3.5 stig, klukkan 4:39 í morgun. Hins vegar hafa stóru skjálftarnir, 5.3 og 5.0 að stærð, mælst undir sjálfri Bárðarbungu. Jarðeðlisfræðingar á vakt Veðurstofunnar, Martin Hensch og Gunnar B. Guðmundsson, sem blaðamaður Vísis náði tail af, túlka þá skjálfta á þá vegu að þrýsingslækkun eigi sér stað undir öskju Bárðarbungu og að kvika sé að leita inn í bergganginn. Askja Bárðarbungu sé því að aðlaga sig að breyttum þrýstingi undir eldstöðinni.Tveir stórir skjálftar mældust yfir 5 að stærð. Mikil virkni hefur verið í Vatnajökli í nóttMynd/skjáskotAukins gosóra hefur ekki gætt í nótt þrátt fyrir þessa stóru skjálfta. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu íslands, segir þessa jarðskjálfta vera fyrstu skjálfana af þessari stærðargráðu sem mælast í Bárðarbungu síðan í Gjálpargosinu árið 1996. Ekki eru enn nein merki um aukinn gosóróa eða að gos sé hafið. Viðbúnaðarstig Almannavarna er enn á hæsta stigi. Lokanir svæða eru enn í gildi og hefur engin ákvörðun verið tekin um afléttingu þeirra. Ríkislögreglustjóri ákvað á fundi í gærkvöld að vinna ennþá á neyðarstigi og verður sú staða endurmetin með fundi vísindamanna Almannavarna í hádeginu í dag.
Bárðarbunga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira