Framleiða aftur Land Cruiser 70 Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2014 09:35 Oft heyrist setningin; „Þeir framleiða þá ekki eins og í gamla daga“. Það verður þó ekki sagt um Toyota en fyrirtækið ætlar að framleiða hinn aldna Land Cruiser 70 einum 30 árum eftir að hann kom á markað, en í takmörkuðu magni. Tilefnið er einmitt 30 ára afmæli bílsins. Ekki verður þessi gamlingi í boði um allan heim, heldur er hann aðeins ætlaður á heimamarkaði í Japan. Framleidd verða 200 eintök í hverjum mánuði og verður bíllinn boðinn kaupendum í eitt ár. Hann mun kosta um 4 milljónir króna. Vélin sem verður í bílnum er ekki sú sama og á árum áður, heldur fær hann nú 4,0 lítra V6 vél sem er 228 hestöfl. Toyota Land Cruiser er af mörgum talinn einn sterkasti og áreiðanlegasti jeppi sem framleiddur hefur verið. Hann leysti af Land Cruiser 40 árið 1984 og var samfellt í framleiðslu í Japan í 20 ár, þrátt fyrir að nýrri gerðir Land Cruiser hafi komið til sögunnar á meðan. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent
Oft heyrist setningin; „Þeir framleiða þá ekki eins og í gamla daga“. Það verður þó ekki sagt um Toyota en fyrirtækið ætlar að framleiða hinn aldna Land Cruiser 70 einum 30 árum eftir að hann kom á markað, en í takmörkuðu magni. Tilefnið er einmitt 30 ára afmæli bílsins. Ekki verður þessi gamlingi í boði um allan heim, heldur er hann aðeins ætlaður á heimamarkaði í Japan. Framleidd verða 200 eintök í hverjum mánuði og verður bíllinn boðinn kaupendum í eitt ár. Hann mun kosta um 4 milljónir króna. Vélin sem verður í bílnum er ekki sú sama og á árum áður, heldur fær hann nú 4,0 lítra V6 vél sem er 228 hestöfl. Toyota Land Cruiser er af mörgum talinn einn sterkasti og áreiðanlegasti jeppi sem framleiddur hefur verið. Hann leysti af Land Cruiser 40 árið 1984 og var samfellt í framleiðslu í Japan í 20 ár, þrátt fyrir að nýrri gerðir Land Cruiser hafi komið til sögunnar á meðan.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent