Framleiða aftur Land Cruiser 70 Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2014 09:35 Oft heyrist setningin; „Þeir framleiða þá ekki eins og í gamla daga“. Það verður þó ekki sagt um Toyota en fyrirtækið ætlar að framleiða hinn aldna Land Cruiser 70 einum 30 árum eftir að hann kom á markað, en í takmörkuðu magni. Tilefnið er einmitt 30 ára afmæli bílsins. Ekki verður þessi gamlingi í boði um allan heim, heldur er hann aðeins ætlaður á heimamarkaði í Japan. Framleidd verða 200 eintök í hverjum mánuði og verður bíllinn boðinn kaupendum í eitt ár. Hann mun kosta um 4 milljónir króna. Vélin sem verður í bílnum er ekki sú sama og á árum áður, heldur fær hann nú 4,0 lítra V6 vél sem er 228 hestöfl. Toyota Land Cruiser er af mörgum talinn einn sterkasti og áreiðanlegasti jeppi sem framleiddur hefur verið. Hann leysti af Land Cruiser 40 árið 1984 og var samfellt í framleiðslu í Japan í 20 ár, þrátt fyrir að nýrri gerðir Land Cruiser hafi komið til sögunnar á meðan. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent
Oft heyrist setningin; „Þeir framleiða þá ekki eins og í gamla daga“. Það verður þó ekki sagt um Toyota en fyrirtækið ætlar að framleiða hinn aldna Land Cruiser 70 einum 30 árum eftir að hann kom á markað, en í takmörkuðu magni. Tilefnið er einmitt 30 ára afmæli bílsins. Ekki verður þessi gamlingi í boði um allan heim, heldur er hann aðeins ætlaður á heimamarkaði í Japan. Framleidd verða 200 eintök í hverjum mánuði og verður bíllinn boðinn kaupendum í eitt ár. Hann mun kosta um 4 milljónir króna. Vélin sem verður í bílnum er ekki sú sama og á árum áður, heldur fær hann nú 4,0 lítra V6 vél sem er 228 hestöfl. Toyota Land Cruiser er af mörgum talinn einn sterkasti og áreiðanlegasti jeppi sem framleiddur hefur verið. Hann leysti af Land Cruiser 40 árið 1984 og var samfellt í framleiðslu í Japan í 20 ár, þrátt fyrir að nýrri gerðir Land Cruiser hafi komið til sögunnar á meðan.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent