Haukur Helgi: Fólk áttar sig ekki á mikilvægi Hlyns

„Það tók mikið á að spila þennan leik. Sérstaklega fyrir Jón Arnór að þurfa að halda okkur uppi framan af sóknarlega.
„Ef við hefðum verið með Hlyn, þá hefðum við unnið. Það munar hrikalega um hann. Sumt fólk áttar sig ekki á því en við vitum hvers megnugur hann er og hversu mikilvægur fyrir liðið og þá sérstaklega gegn liði eins og þessu.
„Við erum búnir að tala um það síðustu þrjú ár að eiga einn leik þar sem við erum góðir í 40 mínútur ekki bara góður í einn hálfleik eða fjórðung. Það kemur kannski bara á EM,“ sagði Haukur Helgi.
Tengdar fréttir

Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Bosnía 70-78 | Ísland í fyrsta sinn á EM!
Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils.

Jón Arnór: Þetta er hátindurinn á ferlinum
Jón Arnór Stefánsson sem fór á kostum með íslenska landsliðinu í naumu tapi gegn Bosníu í kvöld var gríðarlega sáttur í leikslok.

Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015
Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts.

Craig: Sérstaklega ánægður fyrir hönd strákanna
Craig Pedersen þjálfari íslenska landsliðsins í körfubolta var gríðarlega stoltur af lærisveinum sínum eftir naumt tap gegn Bosníu í kvöld. Þrátt fyrir tapið er Ísland á leiðinni á EM í fyrsta sinn

Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM
Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn.