Nýr Suzuki Vitara kynntur í haust Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2014 17:04 Nýr Suzuki Vitara. Talsvert mikil breyting verður á Suzuki Vitara jeppanum en ný kynslóð hans verður kynnt á bílasýningunni í París í október. Ekki bara er bíllinn mikið breyttur útlitslega heldur breytist hann frá hreinræktuðum fjórhjóladrifsbíl og fær þess í stað nýtt svokallað „Allgrip“-drifrás þar sem drif á afturhjólunum kemur inn þegar þörf krefur. Einnig verður hann boðinn sem framhjóladrifsbíll og búist er við því að mest seljist af þeirri gerð hans. Ekki er víst að allir verði hrifnir af þessari breytingu á bílnum, en Vitara hefur ekki síst náð miklum vinsældum hérlendis vegna þess að hann hefur verið smíðaður sem alvöru jeppi sem kemst ótroðnar slóðir líkt og aðrir stærri jeppar. Auk þess verður hann ekki með lágu drifi en þar fer annar af dáðum kostum hans. Þessi nýi bíll er sannarlega framúrstefnulegri að ytra útlit og mun vafalaust höfða til margra. Víst er að hann verður áfram á góðu verði eins og flestar gerðir Suzuki bíla, en margir munu gráta brotthvarf alvöru fjórhjóladrifs og lága drifsins. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent
Talsvert mikil breyting verður á Suzuki Vitara jeppanum en ný kynslóð hans verður kynnt á bílasýningunni í París í október. Ekki bara er bíllinn mikið breyttur útlitslega heldur breytist hann frá hreinræktuðum fjórhjóladrifsbíl og fær þess í stað nýtt svokallað „Allgrip“-drifrás þar sem drif á afturhjólunum kemur inn þegar þörf krefur. Einnig verður hann boðinn sem framhjóladrifsbíll og búist er við því að mest seljist af þeirri gerð hans. Ekki er víst að allir verði hrifnir af þessari breytingu á bílnum, en Vitara hefur ekki síst náð miklum vinsældum hérlendis vegna þess að hann hefur verið smíðaður sem alvöru jeppi sem kemst ótroðnar slóðir líkt og aðrir stærri jeppar. Auk þess verður hann ekki með lágu drifi en þar fer annar af dáðum kostum hans. Þessi nýi bíll er sannarlega framúrstefnulegri að ytra útlit og mun vafalaust höfða til margra. Víst er að hann verður áfram á góðu verði eins og flestar gerðir Suzuki bíla, en margir munu gráta brotthvarf alvöru fjórhjóladrifs og lága drifsins.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent