Nýr Suzuki Vitara kynntur í haust Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2014 17:04 Nýr Suzuki Vitara. Talsvert mikil breyting verður á Suzuki Vitara jeppanum en ný kynslóð hans verður kynnt á bílasýningunni í París í október. Ekki bara er bíllinn mikið breyttur útlitslega heldur breytist hann frá hreinræktuðum fjórhjóladrifsbíl og fær þess í stað nýtt svokallað „Allgrip“-drifrás þar sem drif á afturhjólunum kemur inn þegar þörf krefur. Einnig verður hann boðinn sem framhjóladrifsbíll og búist er við því að mest seljist af þeirri gerð hans. Ekki er víst að allir verði hrifnir af þessari breytingu á bílnum, en Vitara hefur ekki síst náð miklum vinsældum hérlendis vegna þess að hann hefur verið smíðaður sem alvöru jeppi sem kemst ótroðnar slóðir líkt og aðrir stærri jeppar. Auk þess verður hann ekki með lágu drifi en þar fer annar af dáðum kostum hans. Þessi nýi bíll er sannarlega framúrstefnulegri að ytra útlit og mun vafalaust höfða til margra. Víst er að hann verður áfram á góðu verði eins og flestar gerðir Suzuki bíla, en margir munu gráta brotthvarf alvöru fjórhjóladrifs og lága drifsins. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent
Talsvert mikil breyting verður á Suzuki Vitara jeppanum en ný kynslóð hans verður kynnt á bílasýningunni í París í október. Ekki bara er bíllinn mikið breyttur útlitslega heldur breytist hann frá hreinræktuðum fjórhjóladrifsbíl og fær þess í stað nýtt svokallað „Allgrip“-drifrás þar sem drif á afturhjólunum kemur inn þegar þörf krefur. Einnig verður hann boðinn sem framhjóladrifsbíll og búist er við því að mest seljist af þeirri gerð hans. Ekki er víst að allir verði hrifnir af þessari breytingu á bílnum, en Vitara hefur ekki síst náð miklum vinsældum hérlendis vegna þess að hann hefur verið smíðaður sem alvöru jeppi sem kemst ótroðnar slóðir líkt og aðrir stærri jeppar. Auk þess verður hann ekki með lágu drifi en þar fer annar af dáðum kostum hans. Þessi nýi bíll er sannarlega framúrstefnulegri að ytra útlit og mun vafalaust höfða til margra. Víst er að hann verður áfram á góðu verði eins og flestar gerðir Suzuki bíla, en margir munu gráta brotthvarf alvöru fjórhjóladrifs og lága drifsins.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent