Innlent

Vegum lokað við gosstöðvarnar - neyðarstig í gildi hjá Almannavörnum

Almannavarnir hafa lokað  leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla. Einnig hefur nokkrum leiðum upp úr Bárðardal og við Grænavatn verið lokað. Vegurinn vestan við Dettifoss er einnig lokaður eins og sést á meðfylgjandi korti.

Þá hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Húsavík ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi yfir á neyðarstig.


Tengdar fréttir

Eldgos hefur ekki áhrif á flugumferð

"Við sjáum ekki á þessu stigi að þetta hafi áhrif á flug okkar. Hugsanlega yrðu minniháttar breytingar gerðar en ekki mikið meira en það.“

Gosið hófst upp úr miðnætti

„Það eru sömu upplýsingar og við erum að fá,“ segir Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í samtali við Vísi aðspurður hvort gosið hafi minnkað töluvert.

Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng

"Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands.

Fundað í samhæfingarmiðstöðinni

Á annan tug manns eru mættir til vinnu í Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð sökum þess að eldgos er hafið í Holuhrauni á milli Dyngjujökuls og Öskju norðan við Vatnajökul.

Sprungan talin vera um 1 kílómetri á lengd

Talið var í upphafi að sprungan, sem er um fimm kílómetra norðan Dyngjujökuls og sunnan Öskju, væri 100-300 metra löng. Nú virðist sem hún sé töluvert lengri.

Hér er gosið

Myndin er unnin af Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Jarðvísindastofnun upp úr gögnum NASA og USGS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×