Innlent

„Þetta er aktívt gos“

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gos í Holuhrauni.
Gos í Holuhrauni. vísir/hörður finnbogason
„Þetta er rólegt gos akkúrat núna,“ segir Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, sem er í fjölmiðlateymi Samhæfingastöðvarinnar í Skógarhlíð. Hún segir að hápunktur gossins hafi verið um 20 mínútur í eitt til eitt. Eftir klukkan tvö hafi dregið úr gosinu. Gosið sé lítið núna.

„En aktívt. Það er alveg í gangi þetta gos og það flæðir úr þessu hraun,“ segir Bergþóra Njála. Gossprungan er einn kílómeter að lengd.

Bergþóra segir að það hafi dregið úr jafðskjálftavirkni. „Það er afleiðing af því að það hefur dregið úr þrýstingnum,“ segir hún. Hún segir að stærstu skjálftarnir hafi verið í nótt um klukkan hálffimm. Þeir hafi verið um 3,5 og þá í öskjunni í Bárðarbungu þar sem stórir skjálftar hafa verið að undanförnu.

„Það voru skjálftar um þrjá upp úr klukkan hálfsex,“ segir hún og segir jafnframt að fylgst hafi verið vel með þessum skjálftum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×