Innlent

Neyðarstigi breytt í hættustig

Bjarki Ármannsson skrifar
Kort af svæðinu sem sýnir bergganginn á svæðinu.
Kort af svæðinu sem sýnir bergganginn á svæðinu. Mynd/Snæbjörn Guðmundsson
Ríkislögreglustjóri hefur að höfðu samráði við lögreglustjóranna á Húsavík og Seyðisfirði ákveðið að lækka almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig vegna eldgossins í Holuhrauni sem hófst um miðnætti.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Ákvörðunin er sögð byggja á mati vísindamanna á stöðunni eins og hún er nú. Enn er mikil jarðskjálftavirkni í gangi á svæðinu og í tilkynningunni segir að óljóst sé hver framvindan verði.

Lokanir í Jökulsárgljúfrum að Dettifossi að vestanverðu eru enn í gildi sem og lokanir á hálendinu norðan Vatnajökuls. Veðurstofa færði í morgun viðvörunarstig vegna flugs yfir Bárðarbungu úr rauðu niður í appelsínugult. Ekki er talið líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn. Litakóði fyrir flug yfir Öskju er enn gulur.


Tengdar fréttir

Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng

"Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands.

„Virknin er mjög lítil“

Rögnvaldur Ólafsson, stjórnandi í samhæfingarmiðstöð Ríkislögreglustjóra segir að virkni sé mjög lítil í Holuhrauni, norður af Dyngjujökli, þar sem sprungugos hófst skömmu eftir miðnætti. Eðlilegt sé að gosi fylgi sterkir jarðskjálftar.

„Þetta er aktívt gos“

Þetta er rólegt gos akkúrat núna, segir Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, sem er í fjölmiðlateymi Samhæfingastöðvarinnar í Skógarhlíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×