Haukur var með hæsta framlagið í öllum leikjum gærdagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2014 12:27 Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Vilhelm Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Ísland hóf undankeppni EM í gær með þrettán stiga sigri á Bretum í Laugardalshöllinni, 83-70. Samkvæmt tölfræðinni stóð líka enginn leikmaður sig betur í fyrstu umferðinni en tólf leikir fóru fram í gær. Haukur Helgi var með 24 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 1 varið skot í sigrinum á Bretum en hann hitti úr 9 af 14 skotum sínum í leiknum og tapaði boltanum bara einu sinni á 37 mínútum. Haukur Helgi fékk framlagseinkunn upp á 35 sem var þremur stigum hærri en næstu menn sem voru Aliaksandr Pustahvar frá Hvíta-Rússlandi og Omri Casspi frá Ísrael. Það er hægt að sjá frétt um bestu menn gærdagsins á fibaeurope.com með því að smella hér. Haukur Helgi gekk frá samningi við sænska úrvalsdeildarliðið LF Basket aðeins nokkrum dögum fyrir leikinn og Svíarnir eru örugglega hæstánægðir með nýja leikmanninn sinn sem hefur eytt síðustu árum á Spáni. Haukur Helgi gaf tóninn strax í byrjun leiksins því hann skoraði sjö af fyrstu tíu stigum íslenska liðsins í leiknum. Haukur Helgi var líka mjög öflugur á lokakafla leiksins þegar strákarnir lönduðu mjög mikilvægum sigri. Mikilvægi Hauks Helga sést líka á því að íslenska liðið tapaði með 10 stigum þær þrjár mínútur sem hann sat á bekknum en vann með 23 stigum þegar Haukur var inn á vellinum.Hæsta framlagið í leikjunum í undankeppni EM í gær: 1. Haukur Helgi Pálsson, Íslandi 35 2. Aliaksandr Pustahvar, Hvíta-Rússlandi 32 3. Omri Casspi, Ísrael 32 4. Titus Nicoara, Rúmeníu 26 4. Rasid Mahalbasic, Austurríki 26 6. Akos Keller, Ungverjalandi 25 6. Vlad Moldoveanu, Rúmeníu 25 8. Zaza Pachulia, Georgíu 23 9. Gal Mekel, Ísrael 22 9. Axel Hervelle, Belgíu 22 Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Ísland hóf undankeppni EM í gær með þrettán stiga sigri á Bretum í Laugardalshöllinni, 83-70. Samkvæmt tölfræðinni stóð líka enginn leikmaður sig betur í fyrstu umferðinni en tólf leikir fóru fram í gær. Haukur Helgi var með 24 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 1 varið skot í sigrinum á Bretum en hann hitti úr 9 af 14 skotum sínum í leiknum og tapaði boltanum bara einu sinni á 37 mínútum. Haukur Helgi fékk framlagseinkunn upp á 35 sem var þremur stigum hærri en næstu menn sem voru Aliaksandr Pustahvar frá Hvíta-Rússlandi og Omri Casspi frá Ísrael. Það er hægt að sjá frétt um bestu menn gærdagsins á fibaeurope.com með því að smella hér. Haukur Helgi gekk frá samningi við sænska úrvalsdeildarliðið LF Basket aðeins nokkrum dögum fyrir leikinn og Svíarnir eru örugglega hæstánægðir með nýja leikmanninn sinn sem hefur eytt síðustu árum á Spáni. Haukur Helgi gaf tóninn strax í byrjun leiksins því hann skoraði sjö af fyrstu tíu stigum íslenska liðsins í leiknum. Haukur Helgi var líka mjög öflugur á lokakafla leiksins þegar strákarnir lönduðu mjög mikilvægum sigri. Mikilvægi Hauks Helga sést líka á því að íslenska liðið tapaði með 10 stigum þær þrjár mínútur sem hann sat á bekknum en vann með 23 stigum þegar Haukur var inn á vellinum.Hæsta framlagið í leikjunum í undankeppni EM í gær: 1. Haukur Helgi Pálsson, Íslandi 35 2. Aliaksandr Pustahvar, Hvíta-Rússlandi 32 3. Omri Casspi, Ísrael 32 4. Titus Nicoara, Rúmeníu 26 4. Rasid Mahalbasic, Austurríki 26 6. Akos Keller, Ungverjalandi 25 6. Vlad Moldoveanu, Rúmeníu 25 8. Zaza Pachulia, Georgíu 23 9. Gal Mekel, Ísrael 22 9. Axel Hervelle, Belgíu 22
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30