Þorvaldur Davíð hlaut styrkinn árið 2009 og þurfti þannig ekki að greiða skólagjöld síðustu tvö árin sín við skólann. Síðan hann útskrifaðist hefur Þorvaldur meðal annars farið með aðalhlutverkið í stórmyndunum Svartur á leik og Vonarstræti og leikritinu Furðulegt háttalag hunds um nótt. Williams stundaði sjálfur nám við leiklistardeild Julliard á sínum tíma.
Bandaríska leikkonan Jessica Chastain, sem tilnefnd var til óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum The Help og Zero Dark Thirty, er einnig meðal þeirra sem hlutu Robin Williams-styrkinn. Á Facebook-síðu sinni í dag skrifar Chastain að styrkurinn hafi gert henni kleift að ljúka námi.