Bakteríur fundust í tveimur réttum á Dalvík Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2014 14:18 Frá Fiskideginum Vísir/Auðunn Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra fann tvenns konar frávik í matvælum við rannsókn á matareitrun sem gestir Fiskidaga á Dalvík fengu fyrir helgi. Annars vegar fundust grómyndandi bakteríur, sem að geta framleitt hitaþolið eiturefni. Hins vegar stafýlókokkar sem einnig geta framleitt hitaþolið eitur. „Þetta eru þannig niðurstöður að við teljum nokkuð ljóst að þessi frávik hafi valdið þessum einkennum hjá því fólki sem borðaði matinn,“ segir Alfred Schiöth hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Um þrjátíu manns leituðu á heilsugæslu vegna sýkingar. Alfred segir að almennt séð tengist grómyndandi bakteríur því þegar kæling matvæla er ekki nægilega ör, þ.e. að þau kælist ekki nægilega hratt. Hins vegar tengist stafýlókokkar bakteríu sem geti verið á húð og í hálsi og geti borist í matvæli með til dæmis snertingu, hnerra og hósta og fjölgi sér, sé hitastigið of hátt. „Við sjáum það úr þessum niðurstöðum að kælikeðjan hefur brugðist og þess utan hafi eitthvað farið úrskeiðis varðandi meðhöndlun matvælanna.“ Hann segir aðalmálið vera að kælingin sé snögg eftir hitameðferð. Ef verið sé að breyta heitum mat í kaldan gerist það hratt og ákveðið. Þá haldist matvælin köld þar til þeirra er neytt eða þá matvælunum sé haldið yfir 60 gráðum svo bakteríur geti ekki fjölgað sér. „Við þykjumst sjá að tvennt hafi farið úrskeiðis. Annars vegar að kælingin hafi ekki verið nægjanlega ör og samfelld. Hins vegar hafi einhverskonar mengun borist frá fólki sem vann með matvælin.“ Alfred segir um tvær algengustu ástæður fyrir matareitrunum og sýkingum að ræða. Um var að ræða einstakt tilvik þar sem búið var að leigja eldhús Grunnskólans á Dalvík. Þar var matreiddur tælenskur matur fyrir gesti á Dalvík þar sem fjölmennt var um liðna helgi þegar Fiskidagurinn mikli fór fram. Ekki er um að ræða rekstur veitingahúss. Framleiðsla og sala matarins var stöðvuð á staðnum eftir að ábendingar bárust um veikindi. „Aðalatriðið er að draga lærdóm af þessu. Að allir sem séu að hugsa á þessum nótum hafi öflug kæliúrræði í huga þegar efnt skal til stórveislu. Einnig allt sem lýtur að verklagi og þrifum varðandi matreiðslu,“ segir Alfred.Uppfært klukkan 15:40 Í fréttinni stóð áður að bakteríur hefðu fundist í tveimur réttum á Fiskideginum mikla sem fram fór laugardaginn 9. ágúst. Hið rétta er að bakteríur fundust í réttum sem eldaðir voru fyrir Fiskidagsgesti á miðvikudeginum, þ.e. í aðdraganda Fiskidagsins mikla. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Tengdar fréttir Myndir: Frábær stemning á Fiskideginum mikla Dalvíkurbyggð iðaði af lífi í dag þegar ungir sem aldnir gæddu sér á hinum ýmsu fiskréttum. 9. ágúst 2014 21:06 Fiskidagsgestir fengu í magann af taílenskum mat Rúmlega þrjátíu manns hafa verið í sambandi við Heilsugæslustöðina á Dalvík undanfarna tvo sólarhringa eða svo vegna truflana í meltingarvegi. 8. ágúst 2014 15:18 Mikil gleði á Dalvík Margir þekktir Íslendingar lögðu leið sína til Dalvíkur um síðustu helgi og skemmtu sér í hinum ýmsu garðpartíum. 12. ágúst 2014 11:00 Öllu tjaldað til á Dalvík Mikil tónlistarveisla fer fram á Dalvík á laugardagskvöldið þar sem landsþekktir tónlistarmenn stíga á svið og fara um víðan völl. 9. ágúst 2014 09:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra fann tvenns konar frávik í matvælum við rannsókn á matareitrun sem gestir Fiskidaga á Dalvík fengu fyrir helgi. Annars vegar fundust grómyndandi bakteríur, sem að geta framleitt hitaþolið eiturefni. Hins vegar stafýlókokkar sem einnig geta framleitt hitaþolið eitur. „Þetta eru þannig niðurstöður að við teljum nokkuð ljóst að þessi frávik hafi valdið þessum einkennum hjá því fólki sem borðaði matinn,“ segir Alfred Schiöth hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Um þrjátíu manns leituðu á heilsugæslu vegna sýkingar. Alfred segir að almennt séð tengist grómyndandi bakteríur því þegar kæling matvæla er ekki nægilega ör, þ.e. að þau kælist ekki nægilega hratt. Hins vegar tengist stafýlókokkar bakteríu sem geti verið á húð og í hálsi og geti borist í matvæli með til dæmis snertingu, hnerra og hósta og fjölgi sér, sé hitastigið of hátt. „Við sjáum það úr þessum niðurstöðum að kælikeðjan hefur brugðist og þess utan hafi eitthvað farið úrskeiðis varðandi meðhöndlun matvælanna.“ Hann segir aðalmálið vera að kælingin sé snögg eftir hitameðferð. Ef verið sé að breyta heitum mat í kaldan gerist það hratt og ákveðið. Þá haldist matvælin köld þar til þeirra er neytt eða þá matvælunum sé haldið yfir 60 gráðum svo bakteríur geti ekki fjölgað sér. „Við þykjumst sjá að tvennt hafi farið úrskeiðis. Annars vegar að kælingin hafi ekki verið nægjanlega ör og samfelld. Hins vegar hafi einhverskonar mengun borist frá fólki sem vann með matvælin.“ Alfred segir um tvær algengustu ástæður fyrir matareitrunum og sýkingum að ræða. Um var að ræða einstakt tilvik þar sem búið var að leigja eldhús Grunnskólans á Dalvík. Þar var matreiddur tælenskur matur fyrir gesti á Dalvík þar sem fjölmennt var um liðna helgi þegar Fiskidagurinn mikli fór fram. Ekki er um að ræða rekstur veitingahúss. Framleiðsla og sala matarins var stöðvuð á staðnum eftir að ábendingar bárust um veikindi. „Aðalatriðið er að draga lærdóm af þessu. Að allir sem séu að hugsa á þessum nótum hafi öflug kæliúrræði í huga þegar efnt skal til stórveislu. Einnig allt sem lýtur að verklagi og þrifum varðandi matreiðslu,“ segir Alfred.Uppfært klukkan 15:40 Í fréttinni stóð áður að bakteríur hefðu fundist í tveimur réttum á Fiskideginum mikla sem fram fór laugardaginn 9. ágúst. Hið rétta er að bakteríur fundust í réttum sem eldaðir voru fyrir Fiskidagsgesti á miðvikudeginum, þ.e. í aðdraganda Fiskidagsins mikla.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Tengdar fréttir Myndir: Frábær stemning á Fiskideginum mikla Dalvíkurbyggð iðaði af lífi í dag þegar ungir sem aldnir gæddu sér á hinum ýmsu fiskréttum. 9. ágúst 2014 21:06 Fiskidagsgestir fengu í magann af taílenskum mat Rúmlega þrjátíu manns hafa verið í sambandi við Heilsugæslustöðina á Dalvík undanfarna tvo sólarhringa eða svo vegna truflana í meltingarvegi. 8. ágúst 2014 15:18 Mikil gleði á Dalvík Margir þekktir Íslendingar lögðu leið sína til Dalvíkur um síðustu helgi og skemmtu sér í hinum ýmsu garðpartíum. 12. ágúst 2014 11:00 Öllu tjaldað til á Dalvík Mikil tónlistarveisla fer fram á Dalvík á laugardagskvöldið þar sem landsþekktir tónlistarmenn stíga á svið og fara um víðan völl. 9. ágúst 2014 09:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Myndir: Frábær stemning á Fiskideginum mikla Dalvíkurbyggð iðaði af lífi í dag þegar ungir sem aldnir gæddu sér á hinum ýmsu fiskréttum. 9. ágúst 2014 21:06
Fiskidagsgestir fengu í magann af taílenskum mat Rúmlega þrjátíu manns hafa verið í sambandi við Heilsugæslustöðina á Dalvík undanfarna tvo sólarhringa eða svo vegna truflana í meltingarvegi. 8. ágúst 2014 15:18
Mikil gleði á Dalvík Margir þekktir Íslendingar lögðu leið sína til Dalvíkur um síðustu helgi og skemmtu sér í hinum ýmsu garðpartíum. 12. ágúst 2014 11:00
Öllu tjaldað til á Dalvík Mikil tónlistarveisla fer fram á Dalvík á laugardagskvöldið þar sem landsþekktir tónlistarmenn stíga á svið og fara um víðan völl. 9. ágúst 2014 09:30