Innlent

Fiskidagsgestir fengu í magann af taílenskum mat

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Fiskideginum árið 2012.
Frá Fiskideginum árið 2012. Vísir/Kristján Hjálmarsson
Rúmlega þrjátíu manns hafa verið í sambandi við Heilsugæslustöðina á Dalvík undanfarna tvo sólarhringa eða svo vegna truflana í meltingarvegi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilslugæslunni á Dalvík.

„Allir einstaklingar sem veiktust eru á batavegi, einn veikur einstaklingur var sendur héðan til uppvinnslu á Bráðamóttöku Sjúkrahúsins á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Engar tilkynningar um ofangreind veikindi hafa borist Heilsugæslunni á Dalvík í dag.

RÚV greindi fyrst frá magatruflunum Fiskidagsgesta á Dalvík í morgun. Þórey Agnarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, segir í samtali við Vísi segir talið að um taílenskan mat sé að ræða.

Samkvæmt heimildum Vísis var maturinn eldaður í skólaeldhúsi grunnskólans á Dalvík. Það er þó viðurkennt eldhús.

Fulltrúar eftirlitsins hafa tekið sýni af matnum og eins hjá fólki sem veiktist. Reiknað er með niðurstöðum í næstu viku. Ekki liggur ljóst fyrir um hvaða rétt ræðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×