Innlent

Sigmundur Davíð hrósar íslenskum kraftajötnum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Benedikt, Sigmundur Davíð og Hafþór Júlíus.
Benedikt, Sigmundur Davíð og Hafþór Júlíus.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hrósaði kraftajötnunum Benedikt Magnússyni og Háfþóri Júlíusi Björnssynni á Facebook-síðu sinni rétt eftir hádegi í dag. Kapparnir náðu frábærum árangri í alþjóðlegu móti í síðustu viku, eins og Sigmundur segir frá:

„Ég sá í erlendum fjölmiðlum að Benedikt Magnússon hefði sett heimsmet í réttstöðulyftu, með því að lyfta 461 kílói (!), og Hafþór Júlíus Björnsson hefði sigrað keppnina „Sterkasti maður Evrópu“. Ég er hissa á að þetta skuli ekki hafa vakið meiri athygli hér heima en raun ber vitni. En vel af sér vikið strákar og til hamingju með árangurinn."

Sigmundur hrósaði einnig Benedikt fyrir fyndið svar þegar reynt var að taka viðtal við hann:

„Afgreiðsla Benedikts á tilraun til að taka við hann viðtal rétt eftir að hann lyfti næstum hálfu tonni var líka ágæt," skrifaði forsætisráðherrann. Hann vísaði svo á myndband af Benedikt að fara á kostum á mótinu:

Á netinu má einnig finna skemmtilegt myndband með Hafþóri Júlíusi:
Hér að neðan má svo sjá færslu Sigmundar:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×