Verndartollar ekki til að verja skort Heimir Már Pétursson skrifar 13. ágúst 2014 14:50 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokssformaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/gva Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að heildarendurskoðun verði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu. Ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld á t.d. innflutt nautakjöt þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verð á nautahakki hafi hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu á síðustu átta mánuðum og innflutningur á nautakjöti hafi tífaldast að undanförnu, sérstaklega til hakkgerðar vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurnininni. Verndartollar hafa átt sinn þátt í að hækka verðið, á sama tíma og verð á lambakjöti og fuglakjöti hefur lækkað um 2,5 prósent. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta dæmi sýni að endurskoða þurfi landbúnaðarstefnuna. „Lögin segja til um að verndartollar eigi ekki að vera á innfluttu nautakjöti ef framleiðslan annar ekki eftirspurn. Þannig að það er alveg ljóst að það er eitthvað við þetta og í þessu kerfi sem þarf að skoða,“ segir Ragnheiður Erfiðlega hefur gengið að breyta landbúnaðarkerfinu á Íslandi hver sem setið hefur við stjórnvölin. En tollar og gjöld hafa þó verið lækkaðir eða afnumdir á innflutt grænmeti. Ragnheiður minnir á að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins að endurskoða landbúnaðarstefnuna samkvæmt landsfundarályktunum. „Um að okkur beri að skoða vörugjöld og tollalækkanir og annað í þeim dúr og það hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins. Ég er sammála þér í því að það hefur verið verndarstefna um landbúnaðinn. En ég held samt eins og hefur sýnt sig í grænmetisframleiðslu, að við höfum staðið vörð um grænmetisframleiðsluna Íslendingar. Við höfum keypt íslenska vöru þrátt fyrir að hún hafi kannski verið ívið dýrari og ég hef enga trú á að við munum haga okkur öðruvísi þegar kemur að landbúnaðarvörum, hvort heldur um er að ræða lambakjöt eða nautakjöt,“ segir Ragnheiður. Núverandi verndarstefna byggi á gömlum og ástæðulausum ótta. Aukið frjálsræði í innflutningi á landbúnaðarvörum og lækkun eða afnám tolla muni ekki kollvarpa íslenskum landbúnaði. „Nei, ég hef aldrei haft trú á því og hef enga trú á því núna. Ég held að neytendur séu þannig gerðir og vel í stakk búnir til að velja það besta sem þeir kjósa hverju sinni. Íslenskar landbúnaðarvörur eru góðar og við munum örugglega halda áfram að velja þær. En neytendur eiga rétt á ákveðnu vali og í svona tilviki þegar varan er ekki til og íslenskur landbúnaður annar ekki eftirspurn á ekki að nýta verndartolla með þeim hætti sem gert er,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að heildarendurskoðun verði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu. Ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld á t.d. innflutt nautakjöt þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verð á nautahakki hafi hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu á síðustu átta mánuðum og innflutningur á nautakjöti hafi tífaldast að undanförnu, sérstaklega til hakkgerðar vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurnininni. Verndartollar hafa átt sinn þátt í að hækka verðið, á sama tíma og verð á lambakjöti og fuglakjöti hefur lækkað um 2,5 prósent. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta dæmi sýni að endurskoða þurfi landbúnaðarstefnuna. „Lögin segja til um að verndartollar eigi ekki að vera á innfluttu nautakjöti ef framleiðslan annar ekki eftirspurn. Þannig að það er alveg ljóst að það er eitthvað við þetta og í þessu kerfi sem þarf að skoða,“ segir Ragnheiður Erfiðlega hefur gengið að breyta landbúnaðarkerfinu á Íslandi hver sem setið hefur við stjórnvölin. En tollar og gjöld hafa þó verið lækkaðir eða afnumdir á innflutt grænmeti. Ragnheiður minnir á að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins að endurskoða landbúnaðarstefnuna samkvæmt landsfundarályktunum. „Um að okkur beri að skoða vörugjöld og tollalækkanir og annað í þeim dúr og það hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins. Ég er sammála þér í því að það hefur verið verndarstefna um landbúnaðinn. En ég held samt eins og hefur sýnt sig í grænmetisframleiðslu, að við höfum staðið vörð um grænmetisframleiðsluna Íslendingar. Við höfum keypt íslenska vöru þrátt fyrir að hún hafi kannski verið ívið dýrari og ég hef enga trú á að við munum haga okkur öðruvísi þegar kemur að landbúnaðarvörum, hvort heldur um er að ræða lambakjöt eða nautakjöt,“ segir Ragnheiður. Núverandi verndarstefna byggi á gömlum og ástæðulausum ótta. Aukið frjálsræði í innflutningi á landbúnaðarvörum og lækkun eða afnám tolla muni ekki kollvarpa íslenskum landbúnaði. „Nei, ég hef aldrei haft trú á því og hef enga trú á því núna. Ég held að neytendur séu þannig gerðir og vel í stakk búnir til að velja það besta sem þeir kjósa hverju sinni. Íslenskar landbúnaðarvörur eru góðar og við munum örugglega halda áfram að velja þær. En neytendur eiga rétt á ákveðnu vali og í svona tilviki þegar varan er ekki til og íslenskur landbúnaður annar ekki eftirspurn á ekki að nýta verndartolla með þeim hætti sem gert er,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira