Sport

Hafdís jafnaði sinn besta árangur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hafdís lenti í 6. sæti í sínum undanriðli.
Hafdís lenti í 6. sæti í sínum undanriðli. Vísir/Daníel
Hafdís Sigurðardóttir hafnaði í 6. sæti í undanrásum í 200m hlaupi á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich, Sviss.

Hafdís kom í mark á 23,93 sekúndum sem er jöfnun á hennar besta tíma í greininni. Hafdís var 0,12 sekúndum frá því að jafna Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur sem var sett í Óðinsvéum 1997.

Jodie Williams frá Bretlandi kom fyrst í mark á 22,88 sekúndum. Mujinga Kambundji frá Sviss og Nataliya Pohrebnyak frá Úkraínu komu þar á eftir.

Ólíklegt verður að teljast að Hafdís komist í undanúrslit, en fyrstu fjórir keppendurnir í undanriðlunum fimm, auk þeirra fjögurra keppenda sem ná bestum tíma þar fyrir utan, komast í undanúrslitin sem fara fram seinna í dag.


Tengdar fréttir

Hafdís komst ekki í úrslitin í Zürich

Hafdísi Sigurðardóttur tókst ekki að tryggja sér þátttökurétt í úrslitum í langstökki kvenna í Evrópumótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Zürich þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×