Afar umdeilt hvort sníkillinn hafi áhrif á hegðun fólks Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2014 22:47 Magnús Karl segir rannsóknir sem sýna fram á áhrif sníkilsins á mannfólk í besta falli umdeildar. Vísir/GETTY/DANÍEL „Þetta er afar athyglisverður sníkill og þar erum við forsætisráðherra sammála,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands um toxoplasma-sníkilinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vakti athygli á í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Forsætisráðherra ræddi þar við þáttarstjórnendur um matvælaöryggi og varaði hann við mögulegum afleiðingum þess að aflétta verndartollum á innfluttar landbúnaðarafurðir. „Það er til að mynda til veira sem veldur því að hegðun fólks breytist. Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað það hvort að þetta kunni að vera að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ sagði Sigmundur og átti þar við hinn svokallaða toxoplasma. Hann bætti síðar við að Íslendingar væru þó nokkuð „óhultir fyrir þessu kvikindi.“ „Í fyrsta lagi er toxoplasmi líka á Íslandi eins og á flestum öðrum stöðum í heiminum, þó svo að tíðni hans sé kannski minni hér en í sumum löndum, til að mynda Suður-Evrópu,“ segir Magnús Karl í samtali við Vísi og bætir við að sníkilinn sé afar athyglisverður. Hann geti borist í menn úr fæðu en að kattardýr séu aðalberar hans, það er sá hýsill sem sníkillinn þarf að komast í til að klára lífshlaup sitt. Rannsóknir hafa sýnt fram á að toxoplasminn geti breytt hegðun nagdýra. Til að mynda hafi hann eytt eðlislægum ótta sýktra rottna við ketti. „En hefur hann áhrif á fólk? Það er mjög umdeild skoðun, þó svo að það séu rannsóknir til staðar sem hafa gefið vísbendingar í þátt átt,“ segir Magnús. „Áhrifin eru þó afar óljós og rannsóknirnar, sem sýnt hafa fram á áhrif á mannfólk, eru í besta falli umdeildar.“ Meint áhrif af neyslu sýktra landbúnaðarafurða séu áhugaverð, en óstaðfest. „Þau benda alla vega ekki til þess að við ættum að óttast breytingar í stefnu okkar í landbúnaðarmálum,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor. Tengdar fréttir Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir mikil tækifæri felast í því að viðhalda heilnæmi íslenskra landbúnaðarafurða og telur glapræði að aflétta tollum á innflutt matvæli. 14. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
„Þetta er afar athyglisverður sníkill og þar erum við forsætisráðherra sammála,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands um toxoplasma-sníkilinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vakti athygli á í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Forsætisráðherra ræddi þar við þáttarstjórnendur um matvælaöryggi og varaði hann við mögulegum afleiðingum þess að aflétta verndartollum á innfluttar landbúnaðarafurðir. „Það er til að mynda til veira sem veldur því að hegðun fólks breytist. Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað það hvort að þetta kunni að vera að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ sagði Sigmundur og átti þar við hinn svokallaða toxoplasma. Hann bætti síðar við að Íslendingar væru þó nokkuð „óhultir fyrir þessu kvikindi.“ „Í fyrsta lagi er toxoplasmi líka á Íslandi eins og á flestum öðrum stöðum í heiminum, þó svo að tíðni hans sé kannski minni hér en í sumum löndum, til að mynda Suður-Evrópu,“ segir Magnús Karl í samtali við Vísi og bætir við að sníkilinn sé afar athyglisverður. Hann geti borist í menn úr fæðu en að kattardýr séu aðalberar hans, það er sá hýsill sem sníkillinn þarf að komast í til að klára lífshlaup sitt. Rannsóknir hafa sýnt fram á að toxoplasminn geti breytt hegðun nagdýra. Til að mynda hafi hann eytt eðlislægum ótta sýktra rottna við ketti. „En hefur hann áhrif á fólk? Það er mjög umdeild skoðun, þó svo að það séu rannsóknir til staðar sem hafa gefið vísbendingar í þátt átt,“ segir Magnús. „Áhrifin eru þó afar óljós og rannsóknirnar, sem sýnt hafa fram á áhrif á mannfólk, eru í besta falli umdeildar.“ Meint áhrif af neyslu sýktra landbúnaðarafurða séu áhugaverð, en óstaðfest. „Þau benda alla vega ekki til þess að við ættum að óttast breytingar í stefnu okkar í landbúnaðarmálum,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor.
Tengdar fréttir Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir mikil tækifæri felast í því að viðhalda heilnæmi íslenskra landbúnaðarafurða og telur glapræði að aflétta tollum á innflutt matvæli. 14. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir mikil tækifæri felast í því að viðhalda heilnæmi íslenskra landbúnaðarafurða og telur glapræði að aflétta tollum á innflutt matvæli. 14. ágúst 2014 18:30