Innlent

Líta flugelda á Mýrarboltanum alvarlegum augum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Hafþór
Lögreglan á Vestfjörðum segir móthald og alla umgjörð í Tungdal, þar sem Evrópumeistarakeppni í mýrarbolta var háð, hafa verið góða. Þó skyggi á að tvö keppnislið hafi kveikt á blysum og skotið upp flugeldum. Tilgangur þess var að vekja athygli á liðunum.

„Eins og allir vita er stranglega bannað  að nota blys og flugelda á þessum árstíma. Dæmin hafa sannað að eldur getur auðveldlega kviknað í gróðri og þurrum rótum, undir grassverði. Mikið er í húfi enda Tungudalur ein af perlum Skutulsfjarðar,“ segir í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum.

Þá segir að lögregla og slökkvilið líti athæfið alvarlegum augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×