Þvinganir Rússa breyta ekki stefnu Íslands gagnvart Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 7. ágúst 2014 12:57 Kolbeinn Árnason, Vladimir Pútín og Gunnar Bragi Sveinsson VÍSIR/ARNÞÓR/GETTY/STEFÁN Utanríkisráðherra segir innflutningsbann Rússa á vestrænum vörum ekki hafa áhrif á stuðning Íslands við Úkraínu. Að mati framkvæmdastjóra Landsambands íslenskra útvegsmanna gæti innflutningsbann Rússa á vörur frá Vestrænum ríkjum sem taka þátt í refsiaðgerðum vegna afskipta þeirra á innanríkismálum í Úkraínu þó haft veruleg áhrif á íslenska hagsmuni.Vladimir Putin forseti Rússlands gaf út tilskipun í gær til allra ráðuneyta um að þau útfærðu reglur um takmörkun eða algert bann á innflutningi á vestrænum vörum til að minnsta kosti eins árs. Þessi tilskipun er svar Rússlandsforseta við þeim efnahagsþvingunum sem Evrópusambandið, Bandaríkin, Kanada og Ástralía hafa samþykkt að beita Rússa vegna afskipta þeirra af innanríkismálum í Úkraínu og sem hafa verið hertar eftir að flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður í austurhluta Úkraínu hinn 17. júlí síðast liðinn. Aðgerðir Vesturlanda beinast aðallega gagnvart fyrirtækjum sem eru í eigu eða undir stjórn bandamanna Putins og margir vina hans og bandamanna hafa verið settir í ferðabann til Vesturlanda.Dmitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands sagði í dag að innflutningsbannið muni ná til innflutnings á ávöxtum, grænmeti, kjöti, fiski og mjólkurafurðum. Þá hafa rússnesk stjórnvöld bannað allt yfirflug úkraínskra flugfélaga yfir Rússlandi og eru jafnvel að íhuga að banna yfirflug vestrænna flugfélaga, sem gæti þýtt mikinn kostnaðarauka fyrir þau.Áfall fyrir NorðmennÍ norskum fjölmiðlum er talað um áfall, þar sem Rússland sé stærsti útflutningsmarkaður norskra sjávarafurða, en Ísland er ekki talið upp á þeim lista sem rússnesk stjórnvöld hafa gefið út yfir lönd í innflutningsbanni.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir menn ekki vita hvort staðan gagnvart Íslandi kunni að breytast. „Við höfum hins vegar beitt okkur fyrir því að menn eigi samtal við rússnesk stjórnvöld um ástandið. Og við höfum að sjálfsögðu brýnt þá og aðra til að fara eftir alþjóðalögum, það er það sem við höfum lagt áherslu á. Það er ómögulegt að segja til um hvað verður um framhaldið og framtíðina í þessu máli. Við leggjum eftir sem áður áherslu á að menn finni lausn á ástandinu í Úkraínu og virði þeirra réttindi,“ segir Gunnar Bragi. EFTA-ríkin ákváðu að gera hlé á fríverslunarviðræðum við Rússland síðast liðið vor og utanríkisráðherra sagði í opinberri heimsókn til Úkraínu um svipað leiti að ef stuðningur Íslands við Úkraínu hefði efnahagslegar afleiðingar í för með sér í samskiptum við Rússa yrði svo að vera. „Já, já það stendur og ég vil segja mjög skýrt að við getum ekki gefið afslátt af alþjóðalögum og af mannréttindum, landamærum og lýðræði ríkja þegar reynt er að breyta þessum hlutum öllum einhliða,“ segir utanríkisráðherra.Miklir hagsmunir í húfiKolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir Íslendinga með mjög mikil viðskipti við þetta svæði. „Rússland og Úkraína eru samtals að flytja inn sjávarafurðir frá Íslandi fyrir um 30 milljarða á síðasta ári. Þannig að þetta er hátt í 10 til 12 prósent af heildarútflutningi sjávarafurða frá Íslandi sem fer inn á þetta svæði,“ segir Kolbeinn en þar er aðallega um að ræða makríl og síld. Þarna séu því miklir hagsmunir í húfi ef aðgerðir Rússa færu að beinast að Íslandi og því ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Þá hafi aðgerðir sem þesar áhrif á fleiri markaði með sjávarafurðir. „Ef samkeppnisþjóðir okkar eru ekki að ná að flytja inn á Rússland þá í sjálfu sér skapar það tækifæri þar. En það þýðir þá að það verður meiri innflutningur frá þeim á aðra markaði sem við erum að sækja á, þannig að þetta setur af stað atburðarrás sem erfitt er að greina. Þannig að þetta eru mikil tíðindi og alvarleg,“ segir Kolbeinn Árnason. Tengdar fréttir Rússar banna innflutning á matvælum frá Vesturlöndum Rússar hafa ákveðið að setja víðtækt bann á innflutning á matvælum frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og nokkrum öðrum vestrænum ríkjum. 7. ágúst 2014 09:54 Rússar beita eigin þvingunum Pútín ætlar að takmarka innflutning á matvælum og landbúnaðarvörum frá vestrænum ríkjum í eitt ár. 6. ágúst 2014 16:51 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Sjá meira
Utanríkisráðherra segir innflutningsbann Rússa á vestrænum vörum ekki hafa áhrif á stuðning Íslands við Úkraínu. Að mati framkvæmdastjóra Landsambands íslenskra útvegsmanna gæti innflutningsbann Rússa á vörur frá Vestrænum ríkjum sem taka þátt í refsiaðgerðum vegna afskipta þeirra á innanríkismálum í Úkraínu þó haft veruleg áhrif á íslenska hagsmuni.Vladimir Putin forseti Rússlands gaf út tilskipun í gær til allra ráðuneyta um að þau útfærðu reglur um takmörkun eða algert bann á innflutningi á vestrænum vörum til að minnsta kosti eins árs. Þessi tilskipun er svar Rússlandsforseta við þeim efnahagsþvingunum sem Evrópusambandið, Bandaríkin, Kanada og Ástralía hafa samþykkt að beita Rússa vegna afskipta þeirra af innanríkismálum í Úkraínu og sem hafa verið hertar eftir að flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður í austurhluta Úkraínu hinn 17. júlí síðast liðinn. Aðgerðir Vesturlanda beinast aðallega gagnvart fyrirtækjum sem eru í eigu eða undir stjórn bandamanna Putins og margir vina hans og bandamanna hafa verið settir í ferðabann til Vesturlanda.Dmitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands sagði í dag að innflutningsbannið muni ná til innflutnings á ávöxtum, grænmeti, kjöti, fiski og mjólkurafurðum. Þá hafa rússnesk stjórnvöld bannað allt yfirflug úkraínskra flugfélaga yfir Rússlandi og eru jafnvel að íhuga að banna yfirflug vestrænna flugfélaga, sem gæti þýtt mikinn kostnaðarauka fyrir þau.Áfall fyrir NorðmennÍ norskum fjölmiðlum er talað um áfall, þar sem Rússland sé stærsti útflutningsmarkaður norskra sjávarafurða, en Ísland er ekki talið upp á þeim lista sem rússnesk stjórnvöld hafa gefið út yfir lönd í innflutningsbanni.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir menn ekki vita hvort staðan gagnvart Íslandi kunni að breytast. „Við höfum hins vegar beitt okkur fyrir því að menn eigi samtal við rússnesk stjórnvöld um ástandið. Og við höfum að sjálfsögðu brýnt þá og aðra til að fara eftir alþjóðalögum, það er það sem við höfum lagt áherslu á. Það er ómögulegt að segja til um hvað verður um framhaldið og framtíðina í þessu máli. Við leggjum eftir sem áður áherslu á að menn finni lausn á ástandinu í Úkraínu og virði þeirra réttindi,“ segir Gunnar Bragi. EFTA-ríkin ákváðu að gera hlé á fríverslunarviðræðum við Rússland síðast liðið vor og utanríkisráðherra sagði í opinberri heimsókn til Úkraínu um svipað leiti að ef stuðningur Íslands við Úkraínu hefði efnahagslegar afleiðingar í för með sér í samskiptum við Rússa yrði svo að vera. „Já, já það stendur og ég vil segja mjög skýrt að við getum ekki gefið afslátt af alþjóðalögum og af mannréttindum, landamærum og lýðræði ríkja þegar reynt er að breyta þessum hlutum öllum einhliða,“ segir utanríkisráðherra.Miklir hagsmunir í húfiKolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir Íslendinga með mjög mikil viðskipti við þetta svæði. „Rússland og Úkraína eru samtals að flytja inn sjávarafurðir frá Íslandi fyrir um 30 milljarða á síðasta ári. Þannig að þetta er hátt í 10 til 12 prósent af heildarútflutningi sjávarafurða frá Íslandi sem fer inn á þetta svæði,“ segir Kolbeinn en þar er aðallega um að ræða makríl og síld. Þarna séu því miklir hagsmunir í húfi ef aðgerðir Rússa færu að beinast að Íslandi og því ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Þá hafi aðgerðir sem þesar áhrif á fleiri markaði með sjávarafurðir. „Ef samkeppnisþjóðir okkar eru ekki að ná að flytja inn á Rússland þá í sjálfu sér skapar það tækifæri þar. En það þýðir þá að það verður meiri innflutningur frá þeim á aðra markaði sem við erum að sækja á, þannig að þetta setur af stað atburðarrás sem erfitt er að greina. Þannig að þetta eru mikil tíðindi og alvarleg,“ segir Kolbeinn Árnason.
Tengdar fréttir Rússar banna innflutning á matvælum frá Vesturlöndum Rússar hafa ákveðið að setja víðtækt bann á innflutning á matvælum frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og nokkrum öðrum vestrænum ríkjum. 7. ágúst 2014 09:54 Rússar beita eigin þvingunum Pútín ætlar að takmarka innflutning á matvælum og landbúnaðarvörum frá vestrænum ríkjum í eitt ár. 6. ágúst 2014 16:51 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Sjá meira
Rússar banna innflutning á matvælum frá Vesturlöndum Rússar hafa ákveðið að setja víðtækt bann á innflutning á matvælum frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og nokkrum öðrum vestrænum ríkjum. 7. ágúst 2014 09:54
Rússar beita eigin þvingunum Pútín ætlar að takmarka innflutning á matvælum og landbúnaðarvörum frá vestrænum ríkjum í eitt ár. 6. ágúst 2014 16:51
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent