Lífið

Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð í heild sinni

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum náði hápunkti aðfaranótt mánudagsins síðastliðinn þegar um sextán þúsund manns tóku í þátt í hinum árlega brekkusöng. Aldrei hafa fleiri lagt leið sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Sýnt var beint frá brekkusöngnum á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Bravo ásamt því að vera útvarpað á Bylgjunni.

Ingólfur Þórarinsson veðurguð stýrði söngnum af sinni alkunnu snilld og brekkan tók vel undir. Árni Johnsen, sem gaf tóninn um árabil, steig svo á stökk undir lok samsöngsins og leiddi brekkuna í þjóðsöngnum.

Þeir sem misstu af brekkusöngnum þurfa ekki að örvænta því hann má nálgast í heild sinni hér að ofan.

Sem fyrr segir hafa aldrei jafn margir sungið saman í Heimaey og ófáum hressum Þjóðhátíðargestum bregður fyrir í rúmlega klukkustundar löngu myndbandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×