Davíð Þór: Nettur Dani Alves í bakverðinum þeirra Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. júlí 2014 11:30 Davíð Þór eftir æfingu FH-liðsins í gær. mynd/fh-ingar.net. „Við vorum bara að klára að borða og erum að hvíla okkur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, miðjumaður FH, við Vísi er hann hefur það náðugt á hóteli í Borås, fimm tímum fyrir Evrópudeildarleik. FH mætir sænska liðinu Elfsborg í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld og líst Davíð Þór ágætlega á mótherjann. „Við vitum núna heilmikið um þá. Við fórum yfir leik Elfsborgar í gær og aftur í morgun. Við erum ágætlega upplýstir,“ segir hann. „Þetta er mjög gott lið og verið við toppinn í Svíþjóð núna í tíu ár. Það er þekkt fyrir að spila skemmtilegan fótbolta og pressa framarlega með bakverði sem koma langt fram völlinn og taka virkan þátt í sóknarleiknum. Við vitum að við munum eiga fullt í fangi með að verjast þeim.“ „Elfsborg mætir alltaf af þvílíkum krafti í leikina og vill ná marki snemma. Auðvitað vilja öll lið skora snemma, en það leggur virkilega mikla áherslu á það. Það er mikilvægt fyrir okkur að mæta klárir í slaginn.“ Davíð Þór segir lykilatriði fyrir FH í kvöld að stýra hraða leiksins eins og það gerði svo svakalega vel á móti Neman Grodno frá Hvíta-Rússlandi í síðustu umferð. „Við verðum að gera það ef við ætlum að ná árangri í þessari keppni. Við gerðum það vel á móti Grodno og líka í Evrópu í fyrra. Leikurinn fer fram á gervigrasi sem þeir eru vanir að spila á þannig ef þeir fá tíma á boltann munu þeir sprengja okkur upp,“ segir Davíð Þór.Davíð Þór í viðtali við FH-síðuna.mynd/fhingar.net.Hvíld, matur, fundur, leikur. Elfsborg er vissulega sigurstranglegra en FH í þessu einvígi, en Svíarnir hafa aðeins verið að minnka væntingar stuðningsmanna í aðdraganda leiksins. „Þeir eru eitthvað að reyna að tala möguleikana sína niður, en þetta er eitt af stærstu liðunum í Svíþjóð og eitt það sterkasta í dag. Þetta er alvöru klúbbur,“ segir Davíð Þór, en hvaða leikmenn ber að varast í kvöld? „Inn á miðjunni er Anders Svensson, leikjahæsti leikmaður sænska landsliðsins. Hann stýrir öllu þarna. Svo fram á við eru þeir með Dana sem er virkilega skemmtilegur og hægri bakvörðurinn, fyrirliðinn, liggur við að sé þeirra besti sóknarmaður. Það er svona nettur Dani Alves í honum. Við verðum að verjast honum og reyna svo að nýta svæðið sem myndast ef hann tekur eitthvað galið hlaup fram völlinn.“ Leikurinn fer fram klukkan 18.00 að sænskum tíma, en hvað gera FH-ingar á leikdegi í Evrópu? „Nú er bara hvíld, svo borðum við smá og tökum léttan fund. Eftir það fara menn bara að gera sig klára og svo mætum við á völlinn 90 mínútum fyrir leik. Eftir það taka bara við hlaup í 90 mínútur,“ segir Davíð Þór Viðarsson. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir FH-ingar klárir í slaginn í Borås | Myndir FH mætir sænska liðinu Elfsborg í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. 31. júlí 2014 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
„Við vorum bara að klára að borða og erum að hvíla okkur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, miðjumaður FH, við Vísi er hann hefur það náðugt á hóteli í Borås, fimm tímum fyrir Evrópudeildarleik. FH mætir sænska liðinu Elfsborg í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld og líst Davíð Þór ágætlega á mótherjann. „Við vitum núna heilmikið um þá. Við fórum yfir leik Elfsborgar í gær og aftur í morgun. Við erum ágætlega upplýstir,“ segir hann. „Þetta er mjög gott lið og verið við toppinn í Svíþjóð núna í tíu ár. Það er þekkt fyrir að spila skemmtilegan fótbolta og pressa framarlega með bakverði sem koma langt fram völlinn og taka virkan þátt í sóknarleiknum. Við vitum að við munum eiga fullt í fangi með að verjast þeim.“ „Elfsborg mætir alltaf af þvílíkum krafti í leikina og vill ná marki snemma. Auðvitað vilja öll lið skora snemma, en það leggur virkilega mikla áherslu á það. Það er mikilvægt fyrir okkur að mæta klárir í slaginn.“ Davíð Þór segir lykilatriði fyrir FH í kvöld að stýra hraða leiksins eins og það gerði svo svakalega vel á móti Neman Grodno frá Hvíta-Rússlandi í síðustu umferð. „Við verðum að gera það ef við ætlum að ná árangri í þessari keppni. Við gerðum það vel á móti Grodno og líka í Evrópu í fyrra. Leikurinn fer fram á gervigrasi sem þeir eru vanir að spila á þannig ef þeir fá tíma á boltann munu þeir sprengja okkur upp,“ segir Davíð Þór.Davíð Þór í viðtali við FH-síðuna.mynd/fhingar.net.Hvíld, matur, fundur, leikur. Elfsborg er vissulega sigurstranglegra en FH í þessu einvígi, en Svíarnir hafa aðeins verið að minnka væntingar stuðningsmanna í aðdraganda leiksins. „Þeir eru eitthvað að reyna að tala möguleikana sína niður, en þetta er eitt af stærstu liðunum í Svíþjóð og eitt það sterkasta í dag. Þetta er alvöru klúbbur,“ segir Davíð Þór, en hvaða leikmenn ber að varast í kvöld? „Inn á miðjunni er Anders Svensson, leikjahæsti leikmaður sænska landsliðsins. Hann stýrir öllu þarna. Svo fram á við eru þeir með Dana sem er virkilega skemmtilegur og hægri bakvörðurinn, fyrirliðinn, liggur við að sé þeirra besti sóknarmaður. Það er svona nettur Dani Alves í honum. Við verðum að verjast honum og reyna svo að nýta svæðið sem myndast ef hann tekur eitthvað galið hlaup fram völlinn.“ Leikurinn fer fram klukkan 18.00 að sænskum tíma, en hvað gera FH-ingar á leikdegi í Evrópu? „Nú er bara hvíld, svo borðum við smá og tökum léttan fund. Eftir það fara menn bara að gera sig klára og svo mætum við á völlinn 90 mínútum fyrir leik. Eftir það taka bara við hlaup í 90 mínútur,“ segir Davíð Þór Viðarsson.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir FH-ingar klárir í slaginn í Borås | Myndir FH mætir sænska liðinu Elfsborg í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. 31. júlí 2014 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
FH-ingar klárir í slaginn í Borås | Myndir FH mætir sænska liðinu Elfsborg í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. 31. júlí 2014 11:00