Rikki G missti sig í útsendingu: "Það má segja að ég hafi fengið röddina frá mömmu" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. júlí 2014 16:52 Stórkostlegt sigurmark Atla Jóhannssonar fyrir Stjörnuna í gær vakti mikla athygli. En lýsing Ríkharðs Óskar Guðnasonar, sem er einnig þekktur sem Rikki G, vakti ekki síður athygli. Þegar Atli skoraði hreinlega trylltist Ríkharð og lýsti markinu af rosalegri innlifun, og má heyra það hér að ofan. „Það má segja að ég hafi fengið röddina frá mömmu minni. Þannig að þegar ég fer upp á háa C-ið fer Vínardrengjakórinn að spyrja hvað er að frétta,“ segir hann og heldur áfram kátur: „Satt best að segja fannst mér, í svona fimm sekúndur, eins og ég væri bara einn heima í stofu að horfa á leikinn. Svo þegar ég sá Loga Ólafsson hlæja fattaði ég að ég var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Svo spilaði það líka inn í viðbrögðin hvernig stúkan brást við. Ég hélt bara að stúkan myndi gefa sig. Þetta var bara yndislegt.“Markið var auðvitað magnað. „Já, ég held að margir geri sér kannski ekki alveg grein fyrir þessu. Þetta er rosalegt augnablik. Þarna er Atli að skora stórkostlegt mark fyrir Stjörnuna í Evrópukeppni. Leikurinn er gegn gríðarlega sterkum andstæðingi, við skulum athuga að Motherwell var í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í fyrra, sem er frábær árangur. Þetta er því alvöru lið. Leikurinn í gær var magnaður. Umgjörðin í Garðabænum var algjörlega til fyrirmyndar. Manni leið eins og maður væri í útlöndum að lýsa. Það er mjög gaman að fylgjast með uppganginum í Garðabæ.“ Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sjá meira
Stórkostlegt sigurmark Atla Jóhannssonar fyrir Stjörnuna í gær vakti mikla athygli. En lýsing Ríkharðs Óskar Guðnasonar, sem er einnig þekktur sem Rikki G, vakti ekki síður athygli. Þegar Atli skoraði hreinlega trylltist Ríkharð og lýsti markinu af rosalegri innlifun, og má heyra það hér að ofan. „Það má segja að ég hafi fengið röddina frá mömmu minni. Þannig að þegar ég fer upp á háa C-ið fer Vínardrengjakórinn að spyrja hvað er að frétta,“ segir hann og heldur áfram kátur: „Satt best að segja fannst mér, í svona fimm sekúndur, eins og ég væri bara einn heima í stofu að horfa á leikinn. Svo þegar ég sá Loga Ólafsson hlæja fattaði ég að ég var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Svo spilaði það líka inn í viðbrögðin hvernig stúkan brást við. Ég hélt bara að stúkan myndi gefa sig. Þetta var bara yndislegt.“Markið var auðvitað magnað. „Já, ég held að margir geri sér kannski ekki alveg grein fyrir þessu. Þetta er rosalegt augnablik. Þarna er Atli að skora stórkostlegt mark fyrir Stjörnuna í Evrópukeppni. Leikurinn er gegn gríðarlega sterkum andstæðingi, við skulum athuga að Motherwell var í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í fyrra, sem er frábær árangur. Þetta er því alvöru lið. Leikurinn í gær var magnaður. Umgjörðin í Garðabænum var algjörlega til fyrirmyndar. Manni leið eins og maður væri í útlöndum að lýsa. Það er mjög gaman að fylgjast með uppganginum í Garðabæ.“
Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sjá meira