SA lýsir yfir áhyggjum af launahækkunum stjórnenda Randver Kári Randversson skrifar 28. júlí 2014 15:39 Laun stjórnenda á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 13% á síðasta ári. Vísir/Valli Í nýrri samantekt Frjálsrar verslunar yfir tekjur stjórnenda á íslenskum vinnumarkaði kemur fram að laun þeirra hafi hækkað verulega á milli ára. Frjáls verslun segir laun æðstu stjórnenda 200 stærstu fyrirtækja landsins hafa hækkað um 13%. Í fréttatilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins segir að þessar tölur séu nokkuð í takt við tölur Hagstofu Íslands yfir þróun launakjara stjórnenda á undanförnum árum. Þar megi sjá að heildarlaun stjórnenda hækkuðu á milli áranna 2012 og 2013 sem nemur 14% að jafnaði. Í samantekt Frjálsrar verslunar komi ennfremur fram að tekjur millistjórnenda hafi hækkað enn meira hlutfallslega. Þegar litið er á launaþróun síðustu átta ára megi sjá að heildarlaun stjórnenda hafi þróast með nokkuð svipuðum hætti og heildarlaun á almennum vinnumarkaði. Þannig hafi heildarlaun á almennum vinnumarkaði hækkað um 45,2% frá árinu 2006 en laun stjórnenda um 43,6%. Í kjölfar efnahagskreppunnar haustið 2008 lækkuðu stjórnendur umtalsvert í launum og vera kann að sú lækkun hafi verið að ganga til baka síðastliðið ár til samræmis við þróunina á vinnumarkaði í heild. Þrátt fyrir þetta valdi launahækkanir stjórnenda milli ára áhyggjum. Ljóst sé að umtalsvert launaskrið hafi orðið og hækkanir sem þessar rími afar illa við áherslur Samtaka atvinnulífsins um aukinn verðlagsstöðugleika og kaupmátt. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja verði að sýna gott fordæmi og undanskilja ekki sjálfa sig í þeim breytingum sem verið sé að reyna að innleiða á íslenskum vinnumarkaði, þar sem launaþróun stuðlar að auknum kaupmætti á grundvelli stöðugs verðlags. Hér fyrir neðan má sjá mynd sem sýnir ársbreytingu heildarlauna á vinnumarkaði 2006-2013, annars vegar á vinnumarkaði alls og hins vegar hjá stjórnendum. Tekjur Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Sjá meira
Í nýrri samantekt Frjálsrar verslunar yfir tekjur stjórnenda á íslenskum vinnumarkaði kemur fram að laun þeirra hafi hækkað verulega á milli ára. Frjáls verslun segir laun æðstu stjórnenda 200 stærstu fyrirtækja landsins hafa hækkað um 13%. Í fréttatilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins segir að þessar tölur séu nokkuð í takt við tölur Hagstofu Íslands yfir þróun launakjara stjórnenda á undanförnum árum. Þar megi sjá að heildarlaun stjórnenda hækkuðu á milli áranna 2012 og 2013 sem nemur 14% að jafnaði. Í samantekt Frjálsrar verslunar komi ennfremur fram að tekjur millistjórnenda hafi hækkað enn meira hlutfallslega. Þegar litið er á launaþróun síðustu átta ára megi sjá að heildarlaun stjórnenda hafi þróast með nokkuð svipuðum hætti og heildarlaun á almennum vinnumarkaði. Þannig hafi heildarlaun á almennum vinnumarkaði hækkað um 45,2% frá árinu 2006 en laun stjórnenda um 43,6%. Í kjölfar efnahagskreppunnar haustið 2008 lækkuðu stjórnendur umtalsvert í launum og vera kann að sú lækkun hafi verið að ganga til baka síðastliðið ár til samræmis við þróunina á vinnumarkaði í heild. Þrátt fyrir þetta valdi launahækkanir stjórnenda milli ára áhyggjum. Ljóst sé að umtalsvert launaskrið hafi orðið og hækkanir sem þessar rími afar illa við áherslur Samtaka atvinnulífsins um aukinn verðlagsstöðugleika og kaupmátt. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja verði að sýna gott fordæmi og undanskilja ekki sjálfa sig í þeim breytingum sem verið sé að reyna að innleiða á íslenskum vinnumarkaði, þar sem launaþróun stuðlar að auknum kaupmætti á grundvelli stöðugs verðlags. Hér fyrir neðan má sjá mynd sem sýnir ársbreytingu heildarlauna á vinnumarkaði 2006-2013, annars vegar á vinnumarkaði alls og hins vegar hjá stjórnendum.
Tekjur Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Sjá meira