Átján bornir til grafar á Gaza í dag Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2014 23:19 Ísraelsmenn gerðu hörðustu loftárásir sínar á Gaza frá því átökin hófust á þriðjudag síðastliðna nótt. Sautján manns úr sömu fjölskyldunni féllu í einni árásinni. Palestínumenn með útlensk vegabréf reyna nú að komast burt frá Gaza. Jarðarfarir fallinna borgara hafa verið daglegt brauð á Gaza frá því Ísraelsmenn hófu sprengjuárásir sínar á þriðjudag. Í dag fór fram fjöldajarðarför þar sem 18 manns voru bornir til grafar. Nú hafa um eða yfir 160 manns fallið á svæðinu en Sameinuðu þjóðirnar segja um 80 prósent þeirra vera óbreytta borgara, þar af um 30 börn. Hundruð eldflauga hefur verið skotið á um eitt þúsund skotmörk á Gaza sem er á litlu stærra landsvæði en Reykjavík og þetta ástand hefur sín áhrif á börnin sem sjást grátandi á götum og torgum. Síðast liðna nótt lagði Ísraelsher áherslu á að sprengja upp höfuðstöðvar öryggissveitar Hamas og heimili háttsettra manna í hernaðararmi Hamas. Í einni árásinni féllu 17 manns úr einni og sömu fjölskyldunni. Erfitt getur reynst að komast til og frá Gaza en í dag komst fjöldi Palestínumanna með bandarísk vegabréf yfir landamærin. Diana Mushtaha, palestínukona með bandarískt vegabréf, segir að það versta við þetta ástand sé að hún sé í lífshættu á Gaza vegna 3,1 milljarða fjárhagsaðstoðar Bandaríkjamanna við Ísrael á hverju ári. Hún hafi árangurslaust reynt að ná sambandi við bandaríska konsúlatið í sex daga til að koma þeim skilaboðum áleiðis að Palestínumönnum sé gert daglegt líf ómögulegt. Hamasliðar halda áfram eldflaugaárásum sínum á Ísrael, en eldflaugar þeirra eru mun minni og ófullkomnari en nákvæmar og tölvustýrðar eldflaugar ísraelshers og sprengjur F-15 orrustuþotna. Í sumum tilvikum hringja Ísraelsmenn í fólk og vara það við að innan skamms verði hús þeirra sprengd í loft upp af mikilli nákvæmni. Lofvarnaflautur eru reglulega þandar í Tel Aviv og víðar í Ísrael sem truflar daglegt líf fólks sem leitar skjóls í loftvarnarbirgjum. Enginn hefur fallið í þessum árásum og Ísraelsmenn ná að skjóta margar flauganna niður, en þó slasaðist ungur maður alvarlega þegar hann fékk í sig sprengjubrot í dag. Bráðaliðinn Uri Shaham í Tel Aviv segir að 16 ára unglingspiltur hafi fengið spregjubrot í höfuðið og fótlegg og sé illa særður. Þá sé nokkrir aðrir minna særðir og margir þjáist af streitu vegna eldflaugaárása Hamas. Félagið Ísland Palestína boðar til mótmælafundar á Lækjartorgi klukkan fimm síðdegis á morgun. Gasa Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Ísraelsmenn gerðu hörðustu loftárásir sínar á Gaza frá því átökin hófust á þriðjudag síðastliðna nótt. Sautján manns úr sömu fjölskyldunni féllu í einni árásinni. Palestínumenn með útlensk vegabréf reyna nú að komast burt frá Gaza. Jarðarfarir fallinna borgara hafa verið daglegt brauð á Gaza frá því Ísraelsmenn hófu sprengjuárásir sínar á þriðjudag. Í dag fór fram fjöldajarðarför þar sem 18 manns voru bornir til grafar. Nú hafa um eða yfir 160 manns fallið á svæðinu en Sameinuðu þjóðirnar segja um 80 prósent þeirra vera óbreytta borgara, þar af um 30 börn. Hundruð eldflauga hefur verið skotið á um eitt þúsund skotmörk á Gaza sem er á litlu stærra landsvæði en Reykjavík og þetta ástand hefur sín áhrif á börnin sem sjást grátandi á götum og torgum. Síðast liðna nótt lagði Ísraelsher áherslu á að sprengja upp höfuðstöðvar öryggissveitar Hamas og heimili háttsettra manna í hernaðararmi Hamas. Í einni árásinni féllu 17 manns úr einni og sömu fjölskyldunni. Erfitt getur reynst að komast til og frá Gaza en í dag komst fjöldi Palestínumanna með bandarísk vegabréf yfir landamærin. Diana Mushtaha, palestínukona með bandarískt vegabréf, segir að það versta við þetta ástand sé að hún sé í lífshættu á Gaza vegna 3,1 milljarða fjárhagsaðstoðar Bandaríkjamanna við Ísrael á hverju ári. Hún hafi árangurslaust reynt að ná sambandi við bandaríska konsúlatið í sex daga til að koma þeim skilaboðum áleiðis að Palestínumönnum sé gert daglegt líf ómögulegt. Hamasliðar halda áfram eldflaugaárásum sínum á Ísrael, en eldflaugar þeirra eru mun minni og ófullkomnari en nákvæmar og tölvustýrðar eldflaugar ísraelshers og sprengjur F-15 orrustuþotna. Í sumum tilvikum hringja Ísraelsmenn í fólk og vara það við að innan skamms verði hús þeirra sprengd í loft upp af mikilli nákvæmni. Lofvarnaflautur eru reglulega þandar í Tel Aviv og víðar í Ísrael sem truflar daglegt líf fólks sem leitar skjóls í loftvarnarbirgjum. Enginn hefur fallið í þessum árásum og Ísraelsmenn ná að skjóta margar flauganna niður, en þó slasaðist ungur maður alvarlega þegar hann fékk í sig sprengjubrot í dag. Bráðaliðinn Uri Shaham í Tel Aviv segir að 16 ára unglingspiltur hafi fengið spregjubrot í höfuðið og fótlegg og sé illa særður. Þá sé nokkrir aðrir minna særðir og margir þjáist af streitu vegna eldflaugaárása Hamas. Félagið Ísland Palestína boðar til mótmælafundar á Lækjartorgi klukkan fimm síðdegis á morgun.
Gasa Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira