Litla systir Kate Moss situr fyrir hjá Calvin Klein
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Lottie Moss, litla systir ofurfyrirsætunnar Kate Moss, er andlit nýrrar herferðar hjá Calvin Klein sem kallast Jean x mytheresa.com The Re-Issue Project. 21 ár er síðan Kate sat fyrst fyrir hjá Calvin Klein.
Lottie er sextán ára og eru þær Kate samfeðra.
Ljósmyndarinn Michael Avedon tók myndirnar af Lottie en í línunni eru uppfærðar útgáfur af þröngum gallabuxum með hátt mitti, kærastagallabuxum og bolum.