Lífið samstarf

Framleiða auglýsingar um samveru fjölskyldunnar

Samanhópurinn hefur látið framleiða auglýsingar sem eiga að vekja athygli á mikilvægi virkrar samveru barna og foreldra, en rannsóknir hafa sýnt fram á að samvera fjölskyldunnar er ein besta forvörnin gegn áhættuhegðun ungmenna, svo sem áfengis- og fíkniefnaneyslu. Virk samvera stuðlar því að almennt heilbrigðari lífsstíl.

Auglýsingarnar eru fimm talsins og verða birtar á samfélagsmiðlum sumarið 2014. Þær leggja áherslu á mikilvægi samveru en sýna einnig skemmtileg augnablik sem flestir foreldrar kannast við frá samverustundum með börnum sínum. Sjón er sögu ríkari og má sjá fyrstu auglýsinguna í röðinni hér.

Samanhópurinn var stofnaður árið 1999 og er grasrótarhreyfing fólks sem á það sameiginlegt að vinna að forvörnum. Starf hópsins miðast að því að styrkja og styðja foreldra í uppeldishlutverkinu. Hópurinn hefur frá stofnun sent frá sér skilaboð á tímamótum eins og um jól og áramót, fyrir verslunarmannahelgi og viðburði á borð við Menningarnótt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.