Handavinna - lykillinn að hamingju 6. júlí 2014 13:00 Handavinna er hamingja Mynd/Getty Sérfræðingar telja að handavinna geti hjálpað þeim sem þjást af kvíða, þunglyndi eða langvarandi sársauka. Handavinna getur einnig hjálpað til við að losa um stress, auka gleði og hægir á hrörnun heilans. Áhrif handavinnu hafa ekki verið rannsökuð í miklum mæli en nokkrar rannsóknir sýna fram á að vitrænar æfingar, á borð við krossgátur og útsaum hafa svipuð áhrif á manneskjur eins og hugleiðsla. Áhrif sem svipa til áhrifa hugleiðslu Sálfræðingurinn Mihaly Csikszenthmihalyi lýsti þessu fyrirbæri fyrst sem flæði: stund þar sem þú ert svo heltekin af því sem þú ert að gera að svo virðist sem ekkert annað skipti máli. Þetta segir Csikszenthmihalyi vera lykilinn að hamingju – fullyrðing sem hann segir áratugarannsóknarvinnu sína styðja. Náttúrulegur gleðigjafi Losun dópamíns í þann hluta heilans sem kallast ánægjustöð framkallar hamingju. Ánægjustöðin verðlaunar lífsnauðsynlega starfsemi svo sem át og kynlíf, svo dæmi sé tekið. Í gegnum árin höfum við þróast á þann veg að heilinn getur einnig losað dópamín þegar við gerum eitthvað sem okkur þykir skemmtilegt – eins og til dæmis að blása gler eða að skreyta köku. Yfir 3500 manns sem prjóna að staðaldri tóku þátt í könnun, sem birtist í The British Journal of Occupational Therapy. Þar kom fram að 81% þeirra sem tóku þátt í könnunni og þjáðust af þunglyndi sögðust hafa fundið fyrir gleði eftir að hafa prjónað. Meira en helmingur þeirra sögðust hafa fundið fyrir mikilli gleði við prjónaskapinn. Skapandi vinna getur hægt á öldrun heilans Meira en 35 milljón manns um allan heim lifa við elliglöp í dag. Árið 2050 er talið að þessi tala muni þrefaldast, og því keppast sérfræðingar við að finna leiðir til þess að sporna við þessari þróun. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að hægja á öldrun heilans með ýmsum ráðum. Til dæmis sýna rannsóknir að elliglöpum seinki hjá þeim hópi sem talar að minnsta kosti eitt tungumál umfram móðurmálið. Það sama er upp á teningnum með vitrænar æfingar á borð við krossgátur, Sudoku og minnispróf, svo eitthvað sé nefnt og nú sýna rannsóknir enn frekar að það sama á við um að lesa bækur, spila leiki og að búa eitthvað til með höndunum – allt hægir þetta á öldrunarferli heilans. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2011 sem birtist í The Journal of Neuropsychiatry getur lestur bóka og handavinna minnkað líkurnar á því að þú þróir með þér minniháttar elliglöp um 30 til 50 prósent. Heilsa Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Sérfræðingar telja að handavinna geti hjálpað þeim sem þjást af kvíða, þunglyndi eða langvarandi sársauka. Handavinna getur einnig hjálpað til við að losa um stress, auka gleði og hægir á hrörnun heilans. Áhrif handavinnu hafa ekki verið rannsökuð í miklum mæli en nokkrar rannsóknir sýna fram á að vitrænar æfingar, á borð við krossgátur og útsaum hafa svipuð áhrif á manneskjur eins og hugleiðsla. Áhrif sem svipa til áhrifa hugleiðslu Sálfræðingurinn Mihaly Csikszenthmihalyi lýsti þessu fyrirbæri fyrst sem flæði: stund þar sem þú ert svo heltekin af því sem þú ert að gera að svo virðist sem ekkert annað skipti máli. Þetta segir Csikszenthmihalyi vera lykilinn að hamingju – fullyrðing sem hann segir áratugarannsóknarvinnu sína styðja. Náttúrulegur gleðigjafi Losun dópamíns í þann hluta heilans sem kallast ánægjustöð framkallar hamingju. Ánægjustöðin verðlaunar lífsnauðsynlega starfsemi svo sem át og kynlíf, svo dæmi sé tekið. Í gegnum árin höfum við þróast á þann veg að heilinn getur einnig losað dópamín þegar við gerum eitthvað sem okkur þykir skemmtilegt – eins og til dæmis að blása gler eða að skreyta köku. Yfir 3500 manns sem prjóna að staðaldri tóku þátt í könnun, sem birtist í The British Journal of Occupational Therapy. Þar kom fram að 81% þeirra sem tóku þátt í könnunni og þjáðust af þunglyndi sögðust hafa fundið fyrir gleði eftir að hafa prjónað. Meira en helmingur þeirra sögðust hafa fundið fyrir mikilli gleði við prjónaskapinn. Skapandi vinna getur hægt á öldrun heilans Meira en 35 milljón manns um allan heim lifa við elliglöp í dag. Árið 2050 er talið að þessi tala muni þrefaldast, og því keppast sérfræðingar við að finna leiðir til þess að sporna við þessari þróun. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að hægja á öldrun heilans með ýmsum ráðum. Til dæmis sýna rannsóknir að elliglöpum seinki hjá þeim hópi sem talar að minnsta kosti eitt tungumál umfram móðurmálið. Það sama er upp á teningnum með vitrænar æfingar á borð við krossgátur, Sudoku og minnispróf, svo eitthvað sé nefnt og nú sýna rannsóknir enn frekar að það sama á við um að lesa bækur, spila leiki og að búa eitthvað til með höndunum – allt hægir þetta á öldrunarferli heilans. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2011 sem birtist í The Journal of Neuropsychiatry getur lestur bóka og handavinna minnkað líkurnar á því að þú þróir með þér minniháttar elliglöp um 30 til 50 prósent.
Heilsa Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira