Íslenski boltinn

Reynolds: Vann í Húsasmiðjunni í fyrra en spila Evrópuleik í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sean Reynolds í baráttunni gegn Baldri Sigurðssyni í bikarnum á dögunum.
Sean Reynolds í baráttunni gegn Baldri Sigurðssyni í bikarnum á dögunum. vísir/daníel
FH mætir Glenavon frá Norður-Írlandi í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evrópudeildar UEFA á Kaplakrikavelli í kvöld.

Sean Reynolds, bandarískur varnarmaður FH-inga, er spenntur fyrir leiknum. Sérstaklega í ljósi þess að hann var að vinna í byggingavöruversluninni Home Depot, sem svipar til Húsasmiðjunnar, fyrir átta mánuðum síðan.

Á þeim tíma leit ekki út fyrir að Reynolds yrði atvinnumaður í fótbolta en hann fékk samning hjá FH fyrir tímabilið og spilar mögulega sinn fyrsta Evrópuleik í kvöld.

„Fyrsti Evrópudeildarleikurinn í kvöld! Fyrir átta mánuðum síðan var ég að vinna í Home Depot. Settu það í pípuna þína og reyktu!“ skrifaði Reynolds á Twitter-síðu sína í dag og bætti við kassmerkinu „draumar“.

Stjarnan og Fram verða einnig í eldlínunni í kvöld. Garðbæingar mæta Bangor frá Wales á Samsung-vellinum og Fram fær Kalju Nomme frá Eistlandi í heimsókn.

Allir leikir kvöldsins verða í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×