Lífið samstarf

Dagur B. ræsti Alvogen Time Trial



Alvogen Time Trial var haldið í annað skiptið á Sæbraut í Reykjavík í gærkvöldi. Fjöldamargir áhorfendur lögðu leið sína í Hörpu til að fylgjast með mótinu og 100 hraðskreiðustu hjólreiðamönnum landsins.

Dagur B. Eggertsson ræsti mótið og bar lof á mikinn stíganda í hjólreiðamenningu landsins. Kröftugir hjólreiðamenn kepptu svo um besta tímann í um tvær klukkustundir en Sæbrautinni var lokað fyrir mótið.

Eftir að mótinu lauk tóku við styrktartónleikar Unicef en samtökin standa að neyðarsöfnun til barna í Suður Súdan. Alvogen stóð straum að öllum kostnaði við tónleikana, en aðgangseyrir að hjólamótinu rann einnig óskiptur til átaksins. Talið er að um 13 milljónir króna hafi safnast í kringum báða viðburðina. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.